Ægir - 01.03.1933, Blaðsíða 23
ÆGIR
93
ins, áður en þeim hefði verið náð fram
á síðuna. .Skömmu eftir að við höfðum
lokið við að ná mönnunum úr þessum
bát og festa hann aftan í, sást til tveggia
báta enn, sem stefndu til okkar. Fór mér
nú ekki að lítast á, að hægt væri að
koma öllum þessum
mönnum undir þiljur,
þar sem 27 manna
skipshöfnvar fyriráskip-
inu. En sjálfsagt var að
gera það sem hægt var.
Komu nú þessir tveir
bátar á svipuðum tíma
til okkar, og tókst okkur
að ná mönnunum úr
þeim, öllum ómeiddum.
Allir bátarnir voru sett-
ir aftan í Esther, hver
aftan í annan, og var
nú Esther gamla hæg-
fara með alla þessa trossu
i eftirdragi. Það var nú
orðið fjölmennt umborð.
38 menn voru alls á þess
um 4 bátum og þarf ég
ekki að Iýsa hvernig um-
horfs var fyrir þeim, sem
þekkja til ibúða í kútt-
eruni. 25 menn voru í káetunni og 40 í
lúgac. Ég sá þegar að eini möguleikinn til
að missa ekki bátana var að ná sér upp á
vikina sunnan við Reykjanesið og leggj-
ast þar fyrir akkerum, en það var hægara
sagt en gert.- Byrjaði ég nú að slaga upp-
undir, en um kl. 9 um kvöldið bilaði mez-
aninn og varð að taka hann niður, en
meðan verið var að laga hann, rak skip-
ið undan sjó og vindi, svo þegar allt var
komið í lag aftur, virtist öll von úti um
það, að hægt væri að ná sér undir land,
því enn hafði hert veðrið að mun. Var
uú lagt til drifs, þó að það væri neyð-
arúrræði því skipið var svo hlaðið að
það var ekki fært til að mæta stórsjó og
roki úti á hafi. Allt sem upp úrstóðvar
margfalt af ldaka, einkum reiðinn og segl-
in. Það kom fljótt í Ijós. þegar lengra
dró frá landi — sem ég hafði álitið, að
skipið væri of hlaðið og minnist ég ekki
þeirra tíma, sem ég var á skútum, að
hafa séð skip liggja eins djúpt eins
og Esther í þetta sinn. Það var auðvit-
að, að alltaf stækkaði sjórinn, eftir
þvi sem lengra dró frá landi og sýni-
legt hvaða enda það myndi hafa, ef
ekkert væri að gert. Við létum þorsklif-
ur í nokkra poka og bundum þá á kul-
borða, en það reyndist ekki fullnæjandi.
Það sem næst lá fyrir, var að létta skip-
ið, en það var enginn hægðarleikur, og
ég fullyrði það, að hefði ég ekki haft
eins valið lið, er óvíst hvernig fariðhefði.
En allir voru samtaka og enginn hlýfði
sér og eftir tveggja stunda vinnu var bú-
Kútter Esther