Ægir - 01.03.1933, Blaðsíða 24
94
ÆGIR
ið að fleyja rúmum 10 smálestum af
seglfestinni, þrátt fyrir, þótt yrði að taka
það allt upp um káetukappann og sækja
það niður undir lestargólfið. Nú hafði
Esther létzt talsvert og átti hægara með
að lyfta sér á öldunum og verjast áföll-
um. Þegar farið var að líta eftir bátun-
um, kom í ljós að þeir voru allir slitn-
aðir aftan úr og var það mikið tjónfyr-
ir þá, sem 'þá áttu, en við því var ekki
hægt að gera, og heyrði ég engan bát-
verja fást um það, því þeir vissu hvern-
ig veðrið var og öll aðstaða. Alla nóttina
dreif austur eftir og næsta dag. Það var
fyrst að morgni þess 26., að hægt var að
byrja að sigla, og var skipið þá 20 sjó-
mílur VNV af Vestmannaeyjum, Hvass-
viðri var enn af norðri. Þáð var verið
að að sigla allan daginn og um kvöldið
kl. 8 vorum við komnir upp undir Krísu-
víkurberg og haldið sér við þar um nótt-
ina, því enn var of hvasst til að koma
mönnunum á land i Grindavik. Um há-
degi hinn 27. var svo sigltvestur á móts
við Járngerðarstaðahverfi með flagg við
hún og eftir stutta stund kom stórt skip
út til okkar, og varð nú míkill fagnaðar-
fundur, eftir þriggja sólarhringa óvissu
um hvort allir þessi.r menn væri lífs eða
liðnir. Kvöddu nú bátverjar okkur með
þakklæti fyrir samveruna og óskuðu okk-
ur alls hins bezta. — Þannig er skýrsla
skipstjóra.
Verðlaun þau er Fiskifélagið afhenti
skipstjóra Guðbjarti ólafssyni, var silfur-
bikar og á hann letrað:
»Til Guðbjartar ólafssonar skipstjóra.
Viðurkenning fyrir björgun 38 manna úr
sjávarháska 24. marz 1916.
Frá Fiskifélagi íslands«.
Auk þess afhenti stjórn Fiskifélagsins
um leið skrautriluð ávörp til skipstjóra
og skipshafnar á »Esther«.
Grindvíkingar afhentu einnig skraut-
ritað þakkarávarp til skipshafnar. Gullúr
og keðju færðu þeir skipstjóra og á það
var letrað:
»Með þakklæti fyrir björgun og mót-
tökur. Formenn og hásetar í Grindavika.
Frá því opinbera kom engin víður-
kenning, því eitthvað viðeigandi vantaði,
eins og vant er.
Árið 1922 bjargaði Guðbjartur Ólafs-
son botnvörpuskipinu »Bona Dea« frá
Grimsby, er það í roki var að því komið
að reka upp í Þridranga við Vestmanna-
eyjar; voru á þvi 14 menn, sem telja má
vísl, að allir hefðu farist. Hann var þá
skipstjóri á botnvörpungnum »Ingólfi
Arnarsyni« (aðeins þá einu ferð). Ofsa-
rok var er hann náði í »Bona Dea«, en
heppnaðist þó að koma dráttartaug til
skipsins, sem hann síðan drótil Reykja-
víkur.
Fyrir þessa björgun voru greiddar kr.
52.000, en skipstjóri og skipshöfn fengu
V8 af þeirri upphæð, sem skiptist milli
allra á skipinu — eins og lög mæla fyrir.
Enga opinbera viðurkenningu fékk skips-
höfn.
Síðan þetta bar til eru nú liðin 17 ár,
en skeð getur þó, að einhverjum,- sem
kom þessi björgun við, þyki gaman að
sjá mynd af skipinu og manninum, sem
gekk fram sem hetja til að bjarga með-
bræðrum sínum og samkvæmt útreikn-
ingi nú má áætla, að hann og skipshöfn
hans, hafi. svift sjóinn bráð, sem virða
má á tvœr milljónir sex hundruð og sex-
líu þúsund krónur., hinn 24 marz 1916.
Reykjavík, 24. marz 1933.
Sveinbjörn Egilson.