Ægir - 01.03.1933, Blaðsíða 3
ÆGIR
MÁNAÐARIT FISKIFÉLAGS ÍSLANDS
26. árg.
Reykjavík. — Marz 1933.
Nr. 3.
Mannskaðinn á Akranesi 20. janúar 1933.
Það er ekki nýtf að Akurnesingar missi
menn í sjóinn, en þó hafði orðið nokk-
urt hlé á mannsköðum þar um 10—12
ára skeið, unz vélbáturinn »Kveldúlfur«
hvarf svo sviplega með allri áhöfn um
20. janúar þ. á. Yar oss hvarfið því
óvæntara og torskildara, sem við viss-
um, að »Kveldúlfur« var bæði stór bát-
ur og sterkur, búinn að öllu eins og bezt
mátti verða, og allir skipverjar frábærir
dugnaðar sjómenn. Yfirmenn á bátnum
voru þeir Skafti og Einar, bræður, synir
Jóns Halldórssonar á Hofi á Akranesi
°g Jónínu Jónsdóttur, konu hans. Var
Skafti skipstjóri, en Einar stýrimaður.
Þriðji maður á bátnum var Guðmund-
ur Jónsson, Danielssonar skipstjóra, er
fórst með skipinu »Georg« 1907 og konu
hans Þórdísar Guðmundsdóttur, er síðar
8‘ftist Einari S veinssyni ti ésmíðameistara
°g búa þau nú i Reykjavík. Guðmund-
Ur ólst upp hjá þeim hjónum, en tók
að stunda sjó á mjög ungum aldri. Var
hann sjómaður með lífi og sál., og vildi
kelzt alltaf á sjónum vera. Hann lauk
prófi við Slýrimannaskólann í Reykjavík
1930. Guðmundur var frábær atorku- og
reglumaður, mjög stilltur og gætinn og
ráðsettur langt um aldur fram. Hann var
trúlofaður Kristínu Margréti, systur þeirra
Skafta og Einars og ætlaði að ganga að
eiga hana hinn 4. febr. þ.á. ef honum hefði
enst aldur til.
Guðmundur var fæddur 27. sept. 1906
og því rúmlega 26 ára, er hann fórst.
Fjórði maðurinn Helgi Ebenezerson,
var fæddur í Reykjavik 24. júlí 1891, en
dvaldist á Akranesi 9 síðustu ár æfi sinn-
ar. Hann var afbragðs sjómaður og jafn-
an til hvers starfs búinn, er vinna þurfti,
grandvar i öllu sínu dagfari og vinsæll.
Árið 1925 kvæntist hann Agöthu Sigurð-
ardóttur, en misti hana tveim árum síð-
ar. Dvaldist hann upp frá því á heimili
tengdaforeldra sinna og reyndist þeim
um allt, sem væri hann sonur þeirra.
Fimmti maðurinn, Indriði Jónsson frá
Norðurkoli í Innra-Akraneshreppi, fædd-
ist 2. febrúar 1899. Hann stundaði sjó
frá því er hann var 14 ára og til þess
er yfir lauk, enda gerðist hann afbragðs
sjómaður, jafnskjólt sem aldur færðist
yfir hann. Árið 1924 varð sú breyting á
störfum hans á skipsfjöl, að hann gerð-
ist vélstjóri; þótli honum fara vélstjórn-
in vel úr hendi, sem annað, er hann
lagði fyrir sig og var talinn með allra
beztu vélstjórum á Akranesi. Árið 1924
kvæntist hann Vilborgu Þorbjörnsdóttur
og lifir hún mann sinn ásamt tveim
drengjum þeirra, á 7. og 2. ári. Indriði
var htnn mesti reglumaður, fáskiftinn og