Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1933, Blaðsíða 20

Ægir - 01.03.1933, Blaðsíða 20
90 ÆGIR af sömu stærð mundi kosta 27—28 sh. vættin. Tollurinn er jafnhár fyrir hvoru- tveggja, en í heildsölu er saltfisksvættín seld sama verði og 40 kg. pakkiafharð- fiski, eða um 100 pes. Ef íslenzkir útgerðarmenn vilja reyna að gera sér grein fyrir hvernig það mundi svara kostnaði, að herða fisk til útfluln- ings, í staðinn fyrir að salta hann, mun mega reikna að leggja þurfi 4 kg. af slægðum fiski og afhausuðum í hvert kg. af harðfiski. Verkun ætti naumast að kosta mikið beinlínis, nema hvað gera verður ráð fyrir nokkrum kostnaði við hjallana. En þó beini gróðinn verði ef til vill ekki mikill, við að herða einhvern hluta aflans, í stað þess að salta hann, ætti okkur að draga nokkuð óbeina gróðann. Eg vil ekki gera ráð fyrir, að frekari skorður verði settar um innflutning salt- fiskjar, en orðið er með þeim óbærilegu tollum, sem hvíla á fiskinum nú. Ein vegna greiðsluvandræða þeirra og við- skiptaörðugleika, sem hver þjóð á við að striða, má eins búast við að þær þrjár þjóðir, sem kaupa fisk okkar, setji tak- markanir um slíkt, eins og Frakkar og Þjóðverjar. En þó ekkert slikt verði gert, getur mikið fiskiár, haft alveg sömu af- leiðingar, og orðið okkur hin mesta hefnd- argjöf, af þvi við höfum ekki á taktein- um neina verkunaraðferð, nema söltun- ina, og eins og stendur, er ekki til hags- bóta að auka hana. Ef við kunnum til annarar verkunar má mikið draga úr þeirri hættu, með því að herða það sem ofaukið er og demba því inn á markað, sem ef til vill er lélegur, en getur þó tekið við svo miklu, að viðafstýrum því að saltfisksmarkaðurinn eyðilcggist. Hitt hygg ég að okkur muni miklu, ef hægt er að herða ufsann og ýsuna, smá- fiskinn og lélegasta fiskinn, og léttir þann- ig versta fiskinum af saltfiskmarkaðin- um. Mundi það styrkja afstöðu okkar þar til mikilla muna, ef við getum í einu takmarkað framboðið og boðið stærri fisk og betri, en undanfarið. Pó það sé ókostur að sumu leyti, hve litla vinnu harðfiskurinn þarf, getur það einnig verið kostur. Pá er hægt að not- færa sér landburð af fiski án þess að rýra gæði hans, eða skemma, vegna fólksleysis, þá daga sem hlaupið stendur. Þeir sem fáliðaðir eru á afskektum stöð- um, ættu einnig hægra með að nota sér sjóinn, ef þeir þurfa ekki að hnitmiða hvenær þeir geti komið fiskinum frá sér. En aðalkosturinn er auðvitað sá, ef hægt er að notfæra sér sjóinn, landsbúum til gagns og hagnaðar, svo að takmarkaðir sölumöguleikar neyði okkur ekki til að leggja árar í bát. Reynzlu verðum við þó af fá í þessu eins og öðru. Ef ég má leggja eitthvað til um það, hvernig hún verði okkur ó- dýrust, vildi ég að þessi tilhögun yrði gerð. Fiskifélagið fái nokkra valinkunna útgerðarmenn, á þeim stöðum sem lík- legastir þættu, til að herða hver nokkr- ar smálesiir af ýmsum fiski, en aðallega smáum. Þyrftu þeir að færa það í bók, hver kostnaður fylgir verkuninni og hve mikið hver fiskitegund léttist. Auk þess þyrfti að fá mann, sem þekkir verkun- ina vel frá Noregi til að ferðast milli manna þessara og gefa þeim leiðbein- ingar, en að verkun lokinni, í Noregi er það í júlí, meti hann fiskinn eftir þvi, á hvern markað mætti senda hann og kenni mönnum það. Auk þess sem slík- ur maður gæti gefið leiðbeiningar um hvernig eigi að verka fiskinn, svo að hann sé sem verðmætastur, mundi hann geta leiðbeint um valið á stöðum fyrir hjallana. Mætti auðveldlega fá slíkan mann frá Bergen, en þaðan flyzt meira

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.