Ægir - 01.03.1933, Blaðsíða 8
78
ÆGIR
8. Þórður Kárason, úr Reykjavík, 24
ára gamall.
9. Þórður Guðmundsson, Vesturgötu
22, Reykjavik, 42 ára. Var giftur. Lætur
eftir sig 2 ung börn.
Þessir björguðust:
1. Guðmundur Magnússon, skipstjóri,
Hallveigarstig 9, Rvk.
2. Halldór Magnússon, stýrimaður, úr
Hafnarfirði.
3. Bjarni Marteinsson, II. vélstjóri, úr
Hafnarfirði.
4. Helgi Halldórsson, matsveinn, Skóla-
vörðustig 12, Rvk.
5. Bjarni Árnason, úr Stykkishólmi.
6. Jónmundur Einarsson, úr Grundar-
firði.
7. Guðmundur Jóhann Guðmundsson,
úr Hafnarfirði og
8. Gunnar Sígurðsson, úr Hafnarfirði.
Brigitte Sturm kom hingað með þá,
sem bjargað hafði verið.
Fregnin barst þá þegar út um bæinn.
Fannst öllum mikið um þetta hörmu-
lega slys — að níu vaskir menn skyldu
drukkna í veiðiför á linuveiðara í blíð-
skaparveðri hérnaskammt utanviðhöfn-
ina.
í sjóréttinum 21. jan.
Klukkan 2 var sjóréttur settur út af
slysi þessu. Forseti sjódóms, Björn t*órð-
arson, lögmaður, meðdómendur í þetta
sinn Geir Sigurðsson skipstjóri og Sigur-
jón A. ólafsson.
Skýrsla Hugo Arp, skipstjóra á
„Brigitte Sturm".
Fyrst var skipstjóri þýzka skipsins Bri-
gitte Sturm yfirheyrður. Mætti hann i
rétlinum með dagbók skipsins, þar sem
lýst var ferð þess, aðdraganda að slys-
inu og slysinu sjálfu.
Er skýrslan hafði verið lesin upp í
réttinum, var hann spurður allmargra
spurninga um ýms atriði úr skýrslunni
og hann beðinn um nánari skýringar.
Hér birtist útdráttur úr framburði >,
hans, án þess að tilgreint sé, hvað er
tekið úr frumskýrslu hans og hvað, eftir
viðbótarskýringum.
Brigitte Sturm fór frá Stykkishólmi á
mánudagsmorgun. Segir ekki af ferðum
skipsins fyrri en á mánudagskvöld, er
skipið átti skammt eitir ótarið hingað.
Sá skipstjóri Ijós hvitt, er bar lágt yfir
sjávarflöt og hann áleit vera vinnuljós á
fiskiskipi; þetta var kl. 19.40 mín., um
kvöldið.
Seinna kvaðst skipstjóri hafa séð, að
Ijós þessi voru tvö. Hafði hann athug-
að þau í kiki. Taldi hann víst, að þau
væru bæði á sama skipinu, en að hann
síðar sá ljósin tvö, taldi hann stafa af
þvi, að afstaða skipanna breyttist vegna
siglingar Brigitte Sturm. En að fiskiskip
þetta lægi kyrrt, réði hann af því, að
hann sá ekki önnur ljós á skípinu.
Hélt hann nú áfram ferð sinni, eins
og ekkert væri. Hann fór með 10 sjó-
milna hraða.
Brigitte Sturm var á að giska 2—300
metra frá fiskiskipinu með hvitu ljósin,
er reyndist að vera Papey. Var Papey
2J/a stryk á stjórnborða við Brigilte Sturm.
Þetta þótti skipstjóra, að því er hann
sagði, helzt til lítið bil, svo hann víkur
skipi sinu V2 stryk í viðbót á bakborða,
svo hann með því móti, sigldi fjærskipi
þessu, er hann taldi þá, að kyrt væri.
En rétt í sömu andránni og hann vík-
ur skipi sinu þetta lítilræði til bakborða
sér hann og stýrimaður, sem með hon-
um var á stjórnpalli, að upp kemur rautt
ljós á fiskiskipinu, og um leið Ijósísiglu
og að skipið stefnir beint t leið fyrir
Brigitte Sturm.
En sökum þess, segir skipstjóri, að