Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1933, Blaðsíða 21

Ægir - 01.03.1933, Blaðsíða 21
ÆGIR 91 en helmingur af öllum harðfiski frá Nor- egi. Kostnaður af ferð slíks manns, mundi aldrei verða nema óverulegur, en ef það sýnir sig, að við getum tekið upp harð- fisksverkun með hagnaði, svo að verkun hans breiddist út, gæti leiðrélting á smá- mistökum í byrjun, sparað okkur mis- tök, sem margfölduð nokkur þúsund sinnum, mundu kosta okkur stórfé. Ann- ar kostnaður af slíkri tilraun gæti orðið sá, að menn þeir sem hertu, kynnu að hljóta skaða fyrir framtakssemi sína og þegnskap, móts við það, að þeir hefðu saltað fiskinn. Þar eð gera þarf þetta fyrir almennig og birta niðurstöðurnar, ætti skaðinn einnig að greiðast af al- mannafé. Vildi ég helzt að hægt þætti að gera þessa tilraun í vetur, svo að ef hagur þætti að herða, gæti slík verkun hafist fyrir alvöru næsta vetur. Vona ég að einhver úrræði verði með kostnaðinn af ferðakostnaði eins manns, og smá- bakábyrgð, án þess að þurfi að bíða eft- ir að Alþingi komi saman, því ef biðið verður eftir því, höfum við misst þenna vetur. Virðingarl'yllst Helgi P. Briem. Mannskaðar. Þegar þetta er ritað (24. rnarz) eru farnir í sjóinn, síðan á nýári: með mb. »Kveldúlfi« Akranesi 6 menn með »Papey« línuveiðara . . 9 — hrokknir út af bátum......4 — með áttær. »óskabirni«, Gr.vík 4 — frá »Arinb. Hersir« á Rvhöfn 1 — með bát úr Höfnum...........4 — Alls 28 menn. Væri þetta manntjón metið til peninga °g líf vinnandi manns virt á 70 þúsund krónur, er hér um að ræða 1960 þús- undir króna tap fyrir þjóðina, þótt mést af því lendi hjá hinum nánustu, sem missa fyrirvinnu og eiga í framtíðinni að bera þær afleiðingar, sem af því hljóta, að hún féll frá. Kútter „Esther“ og skipstjóri hennar 1916. Lengi hef ég nuddað við hafnsögu- mann Guðbjart Ólafsson í Reykjavík um að láta í té skýrslu um hina miklu.björg- un, er hann og skipverjar hans, fram- kvæmdu hinn 24. marz 1916 og sem var slík, að stjórn Fiskifélags Islands fann sig knúða tíl að veita Guðbjarti, sem þá var skipstjóri á Esther, verðlaun fyrir hið mikla mannúðarverk, sem undir for- ustu hans var unnið og afhenda skips- höfninni skrautritað þakkarávarp. Fað var gert að kveldi kl. 18, hinn 25. april 1916. Sjá »Ægir« bls. 59 1916. Nú vill svo vel til, að listmálari Arre- boe Clausen hefur nýlega lokið við mynd af kútter Esther og datt mér þá í bug að herða á Guðbjarti Ólafssyni að láta af hendi skýrslu um björgunina, svo hún geti fylgt mynd þeirri af skipinu.sem er í þessu blaði. Nú er skýrslan komin og er á þessa leið: Hinn 23. marzmánaðar 1916 var ég á handfæraveiðum á kútter Esther á hin- um alþekkta Selvogsbanka. Undanfarna daga var blæja logn og eins mikill fisk- nr og hægt var að taka á móti. Þennan dag kl. 4 síðd. voru komnir á þilfar á Est- her 4000 fiskar og áleit ég, að ekki væri mögulegt að koma meiri fiski í lestina til viðbótar því, sem fyrir var. Nú vant-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.