Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1933, Blaðsíða 26

Ægir - 01.03.1933, Blaðsíða 26
96 ÆGIR Bátur ferst. 4 menn drukkna. Bátar úr Höfnum reru aðfaranótt 20. marz, en einn þeirra hefur ekki komið fram. Hinir bátarnir sáu til hans meðan þeir voru yfir línunum, en ekki eftir það. Varðskipið »Ægir« var fengið til þess að leita bátsins á mánudaginn. Fekk það kunnugan mann úr Höfnum til þess að vera með í leitinni ogleiðbeina um hvar helzt mundi vonir að finna bátinn ef hann væri ofansjávar. Var varðskipið að leita hans mikinn hluta dags. Seint um kvöld 20/3 barst Slysavarnarfélagínu skeyti frá skipherranum á Ægi þar sem hann segist hafa leitað allstaðar þarsem hugsanlegt sé að báturinn hafi verið, en árangurslaust. Linubelgi höfðu þeir fund- ið, sem sennilega hafa verið af bátnum. Var svo leitinni hætt og talið, að bátur- inn muni hafa farist. Báturinn var frá Kotvogi og á honum 4 menn. Formaður var Björn Lárusson ráðsmaður í Kotvogi, 31 árs, ókvæntur. Annar var ólafur Lárusson bróðir hans frá Keldulandi á Skagaströnd, 29 ára, ó- kvæntur. Þriðji var Páll Jónsson úr Höfnum, 33. ára, kvæntur og átti tvö börn. Fjórði var Karl Krisljánsson frá Skagaströnd, 28 ára, ókvæntur. Þrír erlendir botnvörpungar taldir af. Slysavarnarfélagi íslands hafa borist tilmæli um það erlendis frá, að skip við Island gefi til kynna, ef þau verði vör við þessa botnvörpunga, sem ekki hefir frézt frá um skeið: 1. James Long, frá Hull. Fór þaðan 29. jan. Mælt er, að skip þetta hafi sézt við Látrabjarg snemma í febrúar, en full- víst er það þó ekki. 2. Westbank, frá Wesermúnde. Sást seinast 2. febr. að veiðum undan Snæ- fellsjökli. 3. Meteor, frá Wesermúnde. Fór það- an 1. febrúar. Miklar líkur eru til, að öll þessi skip hafi farist. Á hverju þeirra mun hafa verið 12—14 manna áhöfn. Af togaranum Westbank, rak bjarg- hring o. fl. í Hvassahrauni á Vatns- leysuströnd. Vitar og sjómerki. Auglýsing fyrir sjómenn 1933. Nr. 7. 1. Sunnarlega yfir rifið milli M á 1 m- eyjar og Þórðarhöfða hefir verið mörkuð leið fyrir smáskip og báta. Merk- in eru tvær hvítar vörður nokkru fyrir sunnan Lónkot. Neðri varðan stendur á grundum upp frá sjónum, en efri varð- an uppi í hlíðinni. Vörðurnar berasam- an í 68 ’/a ° stefnu. Á siglingaleiðinni yfir rifið hefir ekki fundist minna dýpi en 3 metrar um fjöru. Vestur af rifinu dýpkar ört, en jafndýpkar ofan í Málm- eyjarfjörð. cfLegir a monlhly review of the fisheries and fish trade of Iceland. Published by: Fiskifélag íslands (The Fisheries Association of Iceland) Reykfavík. Results of the Icelandic Codfislieries from the beginning of theyear 1933 lothe 15th of March, calculated in fully cured slate: Large Cod 11.928, Small Cod 3 811, Haddock 57, Saithe 5, total 15.801 tons. Ritstjóri: Sveinbjörn Egilson. Ríkisprentsmiðjan Gutenberg.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.