Ægir - 01.03.1933, Blaðsíða 6
76
ÆGIR
svo mb. Svöluna til móts við Eyjólf Is-
aksson frænda sinn, atkvæðaformann og
sjósóknara, og einn mesta atlamann.
Þurfti þá meira húsrúms við, og voru
þeir að reisa sér annað fiskhús og var
því ekki lokið er þeir féllu frá. Á þess-
um örfáu árum voru þeir búnir að búa
svo vel um sig, að þeir hefðu getað far-
ið að hætta sjómennsku, því að verk-
efnin voru nóg í landi, enda mun þessi
hafa ált að vera síðasta vertíðin þeirra á
sjó. Munu þeir hafa hlakkað til þessa,
því að reyndar voru þeir ekki mjög
hneigðir fyrir sjóinn, þótt duglegir væri.
En þelta átti ekki svo að fara.
Með þeim Skafta og Einari eru fallnir
i valinn þeir menn, sem fyrir flestra
hluta sakir stóðu framarlega, ef ekki
fremstir allra ungra manna á Akranesi.
Þeir voru menn vel gefnir, og þó nokk-
uð sinn með hvorum hætti, dugnaðar-
menn svo miklir, að það bar frá, jafn-
vel meðal Akurnesinga, sem þó eru við-
urkendir dugnaðarmenn. Peir störfuðu á
sjó og landi og vildu ekki skilja, enda
hafði hvor það, er hinn kunm helzt að
skorta. Kom þeim og betur ásamt um
alla hluti en annars er oft títt um bræð-
ur, og veit ég ekki dæmi þess, að þá
skildi nokkru sinni á. Vildu þeir og aldrei
skilja, enda hafa þeir nú orðið samferða
yíir á hið ókunna landið.
Er hinn mesti skaði í fráfalli allra
þessara sex manna, og ekki minnslur að
þeim Hofsbræðrum; mun og vandskipað
sæti þeirra. — Þeir voru manna hófsam-
astir til orðs og æðis þeirra manua, sem
ég hefi þekkt. — Voru þeir því virtir
mikils af öllum, sem þeim kynntust, og
af þeim mest, sem þekktu þá bezt. Er
slikum mönnum gott að lifa, en — einn-
ig gott að deyja.
Porsteinn Jónsson.
Frá utanríkismálaráðuneytinu.
Danski aðalræðismaðurinn í Danzig,
hefur í bréfi dags. 4. janúar s. 1. gefið
ýmsar upplýsingar, snertandi verkun síld-
ar fyrir markaðinn í Danzig svo hljóðand:
Þar sem ætla má, að útflytjendum ís-
lenzkrar síldar, komi það vel að fá nokkr-
ar upplýsingar um markaðinn hér, vill
ræðismaðurinn skýra frá þvi, að á Þor-
láksmessu s. I. komu tveir islenzkir út-
flytjendur á ræðismannsskrifstofuna og
fengu þaðan mann með sér, sem vísaði
þeim á hinn helzta síldarkaupmann í
borginni, sem sýndi þeim geymslu- og
kælihús sín og útskýrðí fyrir þeim það,
sem helzt bar fyrir augu. Þessir menn
stóðu að eins við hálfan dag í borginni.
Þegar Danzigarkaupmaðurinn benti á
lélega pökkun íslenzku síldarinnar, lét
hann til samanburðar opna nokkrar
tunnur af skozkri síld og sýndi íslend-
ingunum hvernig gengið var frá henni í
tunnunum. Skozku síldinni er raðað svo
jafnt og þétt í tunnurnar, að ómögulegt
er, að hún haggist i þeim meðan þær
eru flultar og einnigbenti hann á, að all-
ar síldir í sömu tunnu væru jafnstórar
að heita mætti. Öðru máli væriaðgegna
um íslenzku síldina, henni er ekki rað-
að í tunnur líkt því eins þétt og hinni
skozku, og auk þess er hún ekki eins
jöfn að stærð í tunnunum og hin skozka
og er slíkt óheppilegt fyrir þá, sem selja
í smásölu og afhenda til kaupenda eina
og eina síld af sömu gæðum, fyrir sama
verð, en misjafna að stærð.
Sá kaupandi, sem kaupir nokkrar síld-
ar af sömu gæðum, fyrir sama verð
hverja síld, ætlast til, að stærðin sé að
mestu hin sama.
Sömuleiðis áleit innflytjandinn að Is-
lendingar notuðu ekki hið rétta salt til