Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1933, Blaðsíða 18

Ægir - 01.03.1933, Blaðsíða 18
88 ÆGIR fullkomnari ræktunar en frumbyggjar kunnu, og lifa því hinir svörtu frum- ^yggjar betur en áður, en Bretar þurfa ekki að græða á fátækt þeirra. Með því við höfum flestir frekar ó- fullkomnar hugmyndir um þennan hluta hnattarins vil ég skýra nokkuð frá því, sem ég hef getað graíið upp um það landið, sem flytur inn mest af harðfisk- inum, Nigeriu. Mun verzlunarlagið og aðstæður vera svipaðar í hinum nýlend- unum, en þó sjálfsagt virðist fyrir okk- ur að reyna að komast fyrst inn Ítalíu- markaðinn, mun Afríkumarkaðurinn ó- þrjótandi fyrir ódýrari fisktegundirnar. Nigeria er 8—9 sinnum stærra land en ísland, en íbúarnir eru um 20 millj. Eru af þeim aðeins um 5 þús. hvítir menn. Utflutningurinn er aðallega pálma- kjarnar og pálmaolía, sem notað er til smjörlíkisframleiðslu, kakó-baunir og tin. Aðal-samgönguleið er íljótið Niger og ár þær, sem renna í það, en auk þeirra eru nú í landinu rúmlega 2 þús. km. langar járnbrautir og um 10 þús. km. langir bifreiðavegir. Par sem hvorki er hægt að fara vegi, né vatnaleið, bera menn bagga sína á höfðinu. Af fiskmeti var flutt til landsins fyrir um 5 þús. £ árið 1910, fyrir 239 þús. £ árið 1920, 1925 fyrir 559 þús. £, 1928 fyrir 793 þús. £, og 1929 fyrir 747 þús. £. Um 15°/o af fiskmeti er dósamatur, en 85°/o kalla inn- flutningsskýrslur þar saltaðan, hertan eða reyktan fisk. Par sem meginið af honum er talinn koma frá Bretlandi og Noregi, mun hér aðallega vera átt við harðíisk. Niðursoðni fiskurinn er aðallega sild, sem kemur frá Bretlandi í pundsdósum og nokkuð af sardínum frá Spáni. Innflutningurinn á fiskmeti hefur því aukist all-slórkostlega. í byrjun þótti hin- um blökku húsfreyjum fiskurinn þó bæði seinsoðinn og seigur, en þá létu Norð- menn það boð út ganga, að áður en fiskurinn væri soðinn skyldi bleyta hann npp í vatni, og breyttist öll aðstaða við það, svo fiskurinn breiðist nú út með ári hverju. Munu engir hafa komist upp á að borða harðfisk hráan, nema við á íslandi. Verzlunin er í höndum Breta. Skilst mér að hún sé með svipuðu fyrirkomu- lagi og utanríkisverzlun okkar.var áður fyr. Sumpart hafa firma í Afríku um- boðsmann til að sjá um innkaup á vör- um þeim, sem þau þarfnast og sölu á úiflutningsvörum (indent firm), sum- part er verzlunin í höndum mikilla verzlunarfélaga, sem eiga búðir í öllum helztu bæjum. í Nigeriu eru það aðal- lega tvö félög sem ráða yfir hér um bil allri verzlun í landinu. Heitir hið stærra 'African and Eastern Trade Corporation Ltd. og er það samsteypa fjölda félaga, sem áður störfuðu þar og kepptu um verzlunina. Hefur félagið 3 óbei-faktóra, sem við kölluðum þá menn, sem höfðu eftirlit með fleiri en einni búð, en þess- ir menn hafa eftirlit með 150 verzlunar- stöðvum og faktorum. Alls mun félagið hafa í þjónustu sinni um 300 hvíta menn, en 13—1400 svarta. Hitt félagið,sem heitir The Niger Combine, er eitthvað minna, sem áður er sagt. Hafa bæði þessi félög aðalskrifstofu og höfuðaðsetur i Liver- pool, því siglingar eru aðallega frá þeirri borg til Afríku. Stærsta skipafélagið, sem hefur reglubundnar ferðir þaðan, er fé- lagið Elder Dempster & Co. Ekki er talið ráðlegt að ganga fram hjá innflutningsfélögum þessum, því við skipti beint eru ekki talin trygg. Treyst- ir félagið faktorum sínum ekkt betur en svo, að pantanir þeirra eru ekki afgreidd- ar, nema með leyfi yfirmannsins. Félögin afgreiða ekki fisk og þesshátt- ar varning nema í heildsölu. Kaupa negr-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.