Ægir - 01.03.1933, Blaðsíða 9
ÆGIR
79
hann hafði þegar vikið skipi sínu á bak-
borða, gat hann ekki snúið þvi á stjórn-
borða, og stefnt á þann hátt aftur fyrir
Papey. Hann gefur því merki um, með
því að blása tvisvar snöggt í eimpípuna,
að hann beygi til bakborðs. En er hann
sér að árekstur er óumflýjanlegur, set-
ur hann vélina á fnlla ferð aftur á bak,
og tilkynnir það með þremur stuttum
blástrum.
En í þeim svifum rekst stefni Brigitte
Sturm i síðu Papeyjar, rétt aftan við
miðju, og gekk stefnið langt inn í skipið.
Þetta var kl. 20.14 min.
Setti skipstjóri nú fulla ferð áfram, til
þess, með því móti, að halda stéfninu
að hinu sökkvandi skipi, svo skipverjar
gæti frekar bjargast upp á það.
Kl. 20.16 mín. stöðvaði skipstjóri vél-
ina. Og rétt i þessum svifum sökk Papey.
Frásögn Halldórs Magnússonar,
stýrimanns á Papey.
Guðm. Magnússon skipstjóri, hafði ekki
ferlivist. En Halldór Magnússon 1. stýri-
maður mætti íréttinum. Lagði hann þar
fram svo hljóðandi skriílega skýrslu:
Sjótjónsskýrsla,
frá skipstjóra og stýrimnnni á e.s. Pap-
ey G. K. 8 Hafnarflrði.
KI. 7.45 e. m., 20. íebrúar losaðar land-
festar og farið frá Reykjavik á leið til
fiskveiða. Kl. 8 e. m. sett á fulla ferð,
þá var komið út i farvatn ytrihafnar.
Tendruð öll Ijós, og byrjað að beita.
Allir á þilfari nema vélamenn í vélar-
rúmi.
Kl. 8.15 e. m., var komið útfyrirEng-
ey. Stýrð stefna: N að V. Stýrimaður þá
kominn á stjórnpall ásamt skipstjóra.
Sást þá skip koma fram undan til b.b.
seni skar okkar stefnu eftir millibili
^astursljósa þess að dæma.
Kl. ca. 830 var skipið komið mjög
nálægt og gaf til kynna að það sneri á
bakborða. Var þá gefið merkifrá Papey,
að beygt væri á stjórnborða, annað ó-
gerlegt.
Þá svaraði skipið með fullri ferð aft-
ur á bak, og eftir fá augnablik skall
skipið á miðja Papey b.b. meginogskar
hana inn undir miðskipa. Liðu ekki meira
en ca. 2 mínútur frá því, og þar til hún
sökk.
Þegar sást, að árekstur mundi verða,
var kallað til skipverja að vera viðbún-
ir, og voru þeir sumir á leið, og sumir
komnir að bátunum, þegar árekstur-
inn varð. Var byrjað að losa bátana, en
tími vanst ekki til þess aðljúka við það,
áður en Papej" sökk.
Áhöfn á Papey alls 17 menn, þar af
björguðust 8 með þeim hælti að 4 menn
komust á akkeri skipsins, sem var s. s.
»Brigitte Sturm« frá Hamborg, 1 synti
að því og 3 björguðust í bát fráskipinu
Var leitað lengi á tveim bátum fráskip-
inu og hafðir úti 2 björgunarhringar með
ljósum.
Logn, heiðskýrt.
S. s. Papey liggur á 34 metra dýpi N.
að V. frá Engey i ca. 2,5 sjóm. fjarlægð.
Grótta hvít.
Reykjavik, 21. febr. 1933.
Framhald sjóréttar var dagana 22. 23.
og 24. febrúar.
Skipstjórinn, Guðmundur Magnússon,
gat ekki mælt í réttarhöldunum vegna
veikinda og er skipstjóri á Brigitte Sturm
hafði sett veð, var honum leyft að halda
ferð sinni áfram, en málið er óútkljáð.