Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1933, Blaðsíða 16

Ægir - 01.03.1933, Blaðsíða 16
86 ÆGIR fiskinum. Þar sem saltfiskurinn þykir því betri og verðmeiri, sem hann er stærri, er þessu öfugt farið með harð- fiskinn. Hann er yfirleitt því betur horg- aður, sem hann er smærri og getur það munað allt að 10 aurum norskum sem meira er gefið fyrir tvipupdið af fiski, sem er 10—20 sm. styttri, en flokkurinn sem næstur er að stærð. í Noregi er ekkert opinbert mat á harð- fiskinum, en hann er flokkaður eftir því hvaða markaði hann er ætlaður, af út- flytjendum. Innan hvers flokks er það aðallega stærðin sem flokkað er eftir. Stokkfiskurinn er flokðaður eftir því á hvaða markaði hann fer — til Hollands Bremen, Ítalíu og Afríku. Afríkufiskur- inn er flokkaður í tvennt eftir lengd. 30—50 sm. langir fiskar í betri flokk, en 50—70 sm. langir í ódýrari flokk. Finn- merkur fiskurinn, sem fer til Italíu, er venjulega ódýrari en Lófót fiskurinn. Er hann flokkaður eftir þunga. Þyrskling- urinn sem vegur frá 1—200 gr. er dýr- astur, þá fiskur sem vegur 2—400 gr., 4—600 gr., en ódýrastur er fiskur sem stærri er. Ufsinn er þó nokkur undan- tekning frá þessu, því í Afriku er stór ,ufsi seldur dýrari en smáufsinn, svo sem siðar mun getið. Ráskerti fiskurinn, sem ristur hefur verið langs eftir, hefur nöfn frá tímum Hansakaupmanna, en hver mismunur er á verkuninni læt ég ósagt. Þeir sem vilja, geta ætíð fylgst með í verðskráningunni sem jafnan birtist í norska blaðínu »Fiskets Gang«, en til gamans fyrir þá sem ekki hafa aðgang að því blaði, tek ég hér upp verðskrán- inguna, eins og hún birtist þegar mark- aðurinn er sem fjölbreyttastur. Er verð- ið miðað við 20 kg. og auðvitað í norsk- um krónum. Geta menn þá einnig kynnt sér hver afstaða er á milli ýmsra teg- unda og gæða. (Sjá bls. 85). Því miður vantar verðskráningu all víða, en þetta litla sýnishorn gefur þó nokkra hugmynd um verðlagið síðustu fjögur árin. Hefi ég þegar getið helztu staðanna, sem fiskurinn er sendur til, en vil þó skýra nokkuð nánar frá helztu mörkuð- um. Samkvæmt norsku útflutningsskýrsl- unum hefur útflutningurinn numið þessu í smálestum. (Sjá bls. 87). Tölurnar fyrir árið í ár ná ekki nema yfir fyrstu 10 mánuði ársins. Eins og menn munu hafa séð af töflu þessari, er allmikill markaður í Sviþjóð fyrir harðfisk, aðallega ráskertan fisk og hertan ufsa. Fyrir aldamót komst inn- flutningurinn upp i 3600 smálestir, en er nú helmingur á móti því, sem hann komst qæst. Þar er hann talinn jóla- matur og soðinn af mikilli list. Likast til þyrftum vér að fá hjá Svíum fyrir- sagnir um hvernig þeir matreiða harð- fiskinn, ef við ætlum að koma honum inn á nýja markaðí. Innflutningurinn til Hollands er einn- ig heldur í afturför, en þeir hafa keypt stóran og vel verkaðan stokkfisk, oghef- ur samskonar fiskur selst til innanlands neyzlu i Belgíu. Aftur á móti hafa þessi lönd einnig keypt nokkuð af ódýrara fiski handa nýlendum sínum, eu mjög hefur dregið úr því og kenna Belgiubú- ar það að hann sé ofdýr. Önnur ástæða mun einníg vera sú, að nú telja Norð- menn þann fisk fara til Afríku, en ekki til landa, sem kaupa fiskinn til útflutn- ings. Mun sama ástæða til þess hve út- flulningurinn til Þýzkalands hefur fallið mikið. Þessi lönd munu þó öll hafa nokkra innanlands neyzlu, og má áætla hana 5—700 smál. fyrir hvert þessara þriggja landa. í Ítalíu er frá fornu fari stærstimark- aður fyrir harðfisk, sem til er í nokkru

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.