Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1933, Blaðsíða 8

Ægir - 01.04.1933, Blaðsíða 8
102 ÆGIR Þegar Stórþingið hefur tekið ályktun í samræmi' við 15. gr. hér á undan. Þegar Alþingi hefur, ef með þarf, sam- þykkt nauðsynlegar breytingar á fiski- veiðalöggjöfinni. Þegar samningum milli landanna hef- ur verið komið í lag, annaðhvort með afturköllun uppsagnarinnar af lslands hálfu, eða með að gera nýjan verzlunar- og siglingasamning, er byggi á sömu meginreglum og samningar og yfirlýs- ingar, sem nú eru i gildi, en hefur verið sagt upp, og ekki seinna en 15. april 1933. 18. gr. Samningi þessum getur hvort ríkið fyrir sig sagt upp með G mánaða fyrirvara, þó þannig, að af lslands hálfu má ekki segja upp samningnum þannig, að hann gangi úr gildi á tímabilinu 1. júní til 30. september, og frá Noregs hálfu ekki þannig, að hann gangi úr gildi á tímabilinu 1. október til febrúar loka. Þessu til staðfestu hafa úndirritaðir skrifað nafn sitt undir samkomulag þetta, sem er gert í tveimur eintökum á ís- lenzku og tveimur eintökum á norsku. Osló, þann 17. sept. 1932. Fyrir ísland: Ólajnr Thors. Jón Árnason. Fyrir Noreg : T. Anderssen Rysst. S. Joliannessen. Tvö fiskiskip sökkva. Danska fiski- skipið »Stine Marie« frá Skaga og sænska fiskiskipið »Henny«, rákust á um daginn, 15 sjómílur norðaustur af Skaga-vitaskip- inu. Bæði skipin sukku, en skipshafn- irnar björguðu sér í land á Skaga á eftir- bátunum. Bjargráð. Finnst mönnum ekki tími kominn til að fara að hafa með sér rekakker í róðra á smábátum þeim, sem stunda hér sjó og eftir öllu að dæma, mun frekar fjölga en fækka i framtíðinni. Það eru nú um 20 ár síðan fyrst var farið að halda þessu björgunartæki á lofti og rita um það, og munu fáar þjóð- ir hafa þurft slíkan tíma til að átta sig á og taka tillit til þess, sem bent er á og getur stuðlað til öryggis á sjó. Menn verða að athuga það, að á þeim tíma árs, sem vertíð stendur yfir almennt, er allra veðra von, einnig það, að þeg- ar menn fara að venjast hinum litlu vél- um í opnum bátum, þá getur það hent, að óþarfi þyki að taka allar þær árar með, sem eiga að fylgja bátnum, sömu- leiðis segl, eða annað sem fer að þykja óþarfi, þegar mótorar ganga eins og klukkur, eins og oft er viðkvæðið og mun það rétt komist að orði, þvi eins og allir vita, sem eiga klukkur, þá hætta þær oft að ganga, alveg upp úr þurru og það mun sýna sig, að kenjar geta einnig dottið í mötor, hversu vel sem hann er búinn að reynast, en kenjar þessar geta sýnt sig, þegar mest ríður á, að hann gangi sem klukka og menn reiddu sig á hann. Þá er að gripa til áranna ef eigi er auðið að fá drátt til lands. Skyldu þær nú vera of fáar til þess á þeim að komast leiðar sinnar eða geta andþæft, þá er bezta ráðið að láta út rekakker til að halda stefni upp í sjóog vind og draga úr drift, en er það þá til í bátnum? Eg hef grennslast eftir, hvort hinir svo nefndu »trillubátar« eigi að hafa rek- akker, þ. e. hvort þau séu lögboðin og

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.