Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1933, Blaðsíða 4

Ægir - 01.04.1933, Blaðsíða 4
98 ÆGÍft Heimkynni sildarinnar. þjóðum, sem hafa þeirri hamingju að fagna að eiga lönd að heimkynni þeirra í hafinu. Það mætti sýna fram á það með tölum, hvað mikinn skerf þessir frægu þrímenningar leggja af mörkum til þeirrar blessunar, sem fiskveiðaþjóð- irnar öðlast úr greipum Ægis á ári hverju og eins mætti benda á, uverjar þær þjóð- ir eru, sem slöðugt herja á hinnar víð- áttumiklu fylkingar þorsksins, sildarinn- ar og skarkolans. Á slikum tölum yrði séð, hve mikinn hluta af höfum heims- ins tegundirnar hafa gert að heimkynni sínu, enda þótt kort þau, sem hér eru sýnd, gefi öllu betri hugmynd um það. Á fyrstu myndinni (á bls. 97), sjást heimkynni þorsksins í höfum jarðarinn- ar. Eins og séð verður af myndinni, heldur þorskurinn sig mest á grunnsævi, nálægt ströndum landanna, enda er botn- dýralifið miklu auðugra þar en þegar lengra dregur frá landi. í íshafinu er hann nyrzt við Bjarnareyju, Spitzbergen og Novaja Semlja, en þaðan nær heim- kynni hans suður um allt norðanvert Atlantshaf, suður með ströndum Noregs, um allt Eystrasalt og Norðursjóinn. Þá er hann við ísland og Færeyjar, og beggja vegna Grænlands, og við austurstönd Norður-Ameríku, alla leið suður að Cape

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.