Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1933, Blaðsíða 14

Ægir - 01.04.1933, Blaðsíða 14
108 ÆGIR í febr. féllu í Kristians. 6 gró, í Bergen 3 í marz — - — 5 — - — 7 í ágúst — - — 61 — - — 13 í sept. — - — 285 — - — 13 okt.—nóv. - — 441 — - — 19 Skýringin á því hvers vegna tölurnar fyrir Björgvin eru svo miklu lægri, er auðvitað sú, að þar eru fiskgeymsluhús ekki nema fá og langt á milli þeirra, en í Krístiansund, eru þau þétt sarnan, og allt í kringum höfnina. Annars sýnir þessi athugun að lítið er um gróin að vetrinum til, þegar myglan er á byrjun- arstigi, en gróunum fjölgar eftir því sem hún nær meiri þroska, og kemst í al- gleyming þegar fiskurinn er hreyfður og honum pakkað. t*ann 5. okt. féllu t. d. 2000 gró á einum degi á lófastórann blett. Svarar það til þess, að 6 milljónir gróa falli á 15 fermetra blett, eða lestar- opið á venjulegu flutningaskipi. Þessar rannsóknir hafa sannað það tvimælalaust, að jarðslaginn nær að eins þroska ef hann kemst í saltfisk, og að lífsferill hans byrjar og endar með fisk- inum verkuðum, en þangað kemst hann með saltinu. Sýnist það því vera auðveld- ast að eyða honum,ef gróin eru eyðilögð, áður en þau komast í saltið. Lagði Höye til, að fiskverkunarstöðv- arnar og saltskipin væru sótthreinsuð vandlega, til að hindra að gróin kaémust í saltið. Trúði hann, að ef það væri gert, mætti fljótlega eyða jarðslaganum að mestu. Ekki mun þó hafa orðið neitt úr fram- kvæmd enn þá, þó allir munu vera á sömu skoðun og hann um að gera þyrfti jarðslagann landrækann, og þjóðin tap- aði að minnsta kosti 200 þús. kr. hvert ár, sem framkvæmdir dragast. En eins og ofl vill verða, er langt bil á milli orða og aðgerða. Ekki höfum við þó á- stæðu til að harma aðgerðaleysi þeirra, því óvissa sú, sem alltaf var á því hvort norskur saltfiskur kæmi hreinn, eða jarð- slaginn hefur'verið eitt af þvi, sem hjálp- aði okkur til að komast svo fljótt inn á Portúgalsmarkaðinn, sem raun varð á. Þegar líf jarðslagans er athugað, skilja menn hvernig stendur á, að venjulega kemur brúni jarðslaginn fyrst fram á hnakkanum á saltfiskinum, því hann liggur í staflabrún, og er óvarinn fyrir gróum þeim, sem berast um húsið með hverjum súg. Hitt er einnig auðskilið, að varasamt er að hreyfa fisk eingöngu til að bursta hann, vegna þess að þá þyrl- ast gróin um allt húsið, og setjast i fisk sem ef til vill er ósmitaður fyrir. En auk þess berst smitunin með burstanum um allan fiskinn, og smitar hann, svo að stundum má sjá jarðslagann i rákum á fiskinum, sem munu beinlínis bursta- förin. Meðan verið er að bursta í hús- inu, er nauðsynlegt að þekja aðra fisk- stafla sem bezt til að verja þá, en þvo gólfin á eftir, en ekki sópa þau. Kanada- menn reyna að hindra smitun, með því að bursta fisk sinn i rennandi vatni, að minnsta kosti meðan hann hefur ekki fengið roikinn þurk. Til að sótthreinsa hús, er stundum notuð brennisteinssvæla, en sú aðferð er ekki trygg, því húsin munu aldrei svo loftþétt, að svælan haldist þar, en dýrt að ganga svo frá þeim, að þau verði nokkurn veginn loftþétt. Bezta aðferðin til að útrýma brúna jarðslaganum, er að þvo húsin og ann- að sem smitun getur valdið, með forma- líu blöndu. Hefur sú aðferð þann kost, að hún eyðir bæði rauða og brúnajarð- slaganum. Þarf fyrst að þvo húsin úr hreinu vatni, og láta þau þorna einn dag að minnsta kosti, þvi ef formalín- blanda er notuð á blaut hús, þynnist hún það mikið að hún verður gagns,-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.