Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1933, Blaðsíða 15

Ægir - 01.04.1933, Blaðsíða 15
ÆGIR 109 laus1. Svona blanda er ekki talin hættu- leg mönnum, en hún spillir húðinnisvo menn fá saxa undan henni, efmenneru með hendurna niðri í henni. Erþvíbezt að bera hana á með gólfþvögu. Einnig má sprauta henni með samskonar sprautu og notaðar eru gegn flugum, en það get- ur verið varasamt, ef úðinn lendir í aug- um manna. Er því hezt að þvo úr blöndunni, en þess þarf að gæta, að þvo öllflskgeymslu- hús og saltgeymslur, áður en salt er sett þangað, bæði á landi og í skipunum, og einoig öll verkfæri og ilát sem notuð eru við verkunina, kör og bursta jafnt. og vetlinga og fiskábreiður. Heldur hefur verið bjartara yfir salt- fisksmarkaðinum undanfarið, þrátt fyrir að neyzla hafi verið frekar lítil. Hefur hún orðið mönnum vonbrigði, því venju- lega eykst neyzlan á föstunni. Er því kennt um hve vorið hefur vérið blítt og gott, og því meira af grænmeti og fiski, en venja er til, og verðið á þeim því tágt. Samt hefur salan á fiskinum verið nokkuð svipuð og undanfarna mánuði, vegna þess, að innflytjendur hér í Bar- celona, hafa selt all mikið af ódýrum fiski til Madrid og Zaragoza. Venjulega kaupa þessir bæir frá Bilbao, en þar var heldur þurð á fiski, svo ódýrara var að kaupa hann héðan. Losnuðu Barcelona- menn þannig við mikið af fiski þeim, sem var of harður fyrir markaðinn hér °g ég hef verið að vandræðast um í fyrri skýrslum mínum. Verðið hefur verið mjög stöðugt und- anfarið. Allir heildsalarnir vita að keppi- oautar þeirra geta ekki selt fyrir lægra verð en þeir, og munu þvi alls ekki 1) 300 gr. af formalíni, sem fæst i lyfjabúð- um (40», blandað í 20 lítra af vatni. láta fyrsta flokks fisk fyrir lægra verð en 100 pes. vættina, en hezti norðan- og austanfiskur er íyrir 108 og upp í 110 pes. vættin. Birgðir eru taldar vera um 2000 lestir, að meðtöldum farminum, sem kom með Heklu, og má því telja, að hver fiskur muni seldur hér í lok maimánaðar, og einnig smáfarmar þeir, sem nú er von á. Eru birgðir þessar um 900 lestum minni, en á sama tima í fyrra. Er gott hljóðið í innflytjendum, því þeir hafa grætt á síðastliðnu ári, vegna verðfestingarinnar á íslandi og mundu vera harðánægðir með Fisksölusambandið, ef fiskurinn hefði. ekki reynst ver en stundum áður, þó það sé naumast hægt að kenna Sam- bandinu um að svo skyldi fara. Munu þó engir óska að það hætti störfum. Frá Billbao hef ég svipaðar fréttir að segja. Var haldinn fundur þar til að ræða um að gera samband meðal inn- flytjenda, og komu þar fram raddir um að reyna að verzla fram hjá Samband- inu. Ekki tóku neinir af stærri innflytj- endunum undir það, enda sögðust þeir vera ánægðir með viðskiptin. t*ó kvört- uðu þeir undan að fá ekki alltaf þær fisktegundir, sem þeir vildu fá, enda er naumast hægt að búast við al-fullkomnu skipulagi á svo erfiðum mal'kaði, síst þegar það er myndað mjög íljótlega í miðjum sölútíma. Varð árangur fundar- ins því ekki annar, en að þeir sam- þykktu að taka ekki kauptilboði Sam- bandsins, og fengu því -nokkurn afslátt á verðinu. Um neyzluna þar er sama að segja og hér, hún er með minnsta móti, þó nokkuð stafi það sjálfsagt af þvi, að selt hefur verið héðan til Madrid, en ekki frá Bilbao. Verðhækkunin hefur þvi ekki orðið jafn mikil og við var búist, og sýnist sem sumir þar séu orðnir hræddir

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.