Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1933, Blaðsíða 23

Ægir - 01.04.1933, Blaðsíða 23
ÆGIR 117 Skýrsla nr. 1 1932 til Fiskifélags íslands, frá erindrek- anum í Norðlendingafjórðungi. Yeturinn, allt til byrjunar marz, var hér norðanlands mjög óstilltur og gæftir til sjóarins litlar og stopular. — Fram að nýárinu aílaðist því mjög lítið á út- miðum, en álit manna er það, að tals- verður fiskur hafi verið fyrir, allan vet- urinn, virtust þeir fáu róðrar er farnir voru fyrri part vetrar benda til þess. Hér er átt eingöngu við Sigluljörð, því annarstaðar voru flestallir bátar á landi, eða að minnsta kosti ekki reyndir róðr- ar, nema eitthvað lítilsháttar innfjarðar hér, og þá aðeins á smábátum. l5annig var enginn róður farinn úr Hrísey eftir 20. sept. og á Húsavík, Dalvík, og ólafs- firði, var róðrum alveg hætt seint i októ- ber. í Ólafsfirði var etngöngu róið trillu- bátum þann mánuð, enda hafa ólafs- firðingar haft þann sið, að setja báta sína eftir miðjan sept. ár bvert, eða að minnsta kosli, að stunda ekki róðra eftir þann tíma heiman að á stærri bátum. Veldur þvi meðal annars hin ótrygga bátalega heima fj'rir. Af Grenivík var ró- ið nokkuð í október, enda er lega fárra báta tryggari þ ar, en viða annarsstaðar við Eyjafjörð. Kalla má, að nægur fiskur hafi verið hér á Inn-Eyjafirði nær allan veturinn °g hefur fjöldi manna, einkum hér á Akureyri, haft þess mikil not, sér og sinum til framdráttar, þó ekki hafi fisk- urinn verið verkaður til útflutnings, heldur seldur i bæinn og sveitirnar. Verður það og vitað, að fljótt dregst í viðunandi daglaun, þegar bærilega aflast °g fiskurinn er seldur fyrir 15—20 aura ^g- eins og hánn kemur upp úr sjónum. Hinsvegar er þetta góð og tiltölulega ó- dýr fæða, enda almennt mikið notuð, og bregða mundi Akeyrarbúum við, ef innfjarðafiskurinn hyrfi með öllu, því ekki er fjarri sanni að nefna Innfjörðinn »gullkistu« Eyjafjarðar. Síldar varð vart annað slagið, en mjög óverulega, lengst af vetrarins, og loðnugengd nokkur kom hér inn undir Tangann eina tvo daga í marzmánuði, en hvarf strax aftur. — Að öðru leyti er svo mikil beitusild til í frystihúsum liér, að varla þarf að óttast beituskort á kom- andi vori, jafnvel þótt vorsíldin kynni að bregðast. Þegar um áramótin, er menn þóttust þess vissir, að fiskur mundi nokkur á miðunum frá Siglufirði, lék mörgum hugur á, að neyta þess og tóku að búa báta sína til róðra frá Siglufirði. Voru það nokkrir bátar héðan úr bænum, tveir eða þrír bátar úr Hrísey og nokkrir Ólafsfjarðarbátar. Fóru bátar þessir vestur seint eða snemma í janúar og hugðust að fiska þaðan. — Fetta geklc þó allt miður en ætlað var, mest vegna illrar og óstilltrar veðráttu, og varð aflinn mjög lítill, þar til í marz, að slillur gerði um nokkurn tima. Fiskaðist þá sæmilega meðan á sjóinn gaf, en sumir bátanna, er upphaflega höfðu ætlað að fiska, munu þá hafa- verið hættir aftur. En um þessar mundir, eða í marzmánuði byrj- uðu nckkrir bátar úr Hrísey og af Dal- vík róðra heimanað, en fremur varð fengur þeirra rýr. f*að hefur og hamlað nokkuð, að illkynjuð Inflúensa hefir gengið hér í héruðum og hamlað sjó- sókn um tíma. — Fá hafa nokkrir bát- ar, heimilisfastir hér I bænum, sókt róðra af og til, héðan og heiman, og aflað nokkuð. Annars eru þessir bátar vanir að halda til að sumrinu úr ver- stöðvum ytra víð Fjörðinn. Tvcir bátar héðan úr Eyjafirði hafa

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.