Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1933, Blaðsíða 12

Ægir - 01.04.1933, Blaðsíða 12
106 ÆGIR forsóma að hafa belgi á hliðum, hversu gott sem veður er. Okkur mun öllum koma saman um, að sjósljrs eru hér of tíð. t*að verður ,því að reyna til að gera sér ljóst, að orsak- ir til slysa verði að rannsaka og revna að ráða bót á þvi, sem telja má að bæta megi. Til þess ætlast alþjóðabandalag það, sem tekur islenzku þjóðina inn i félagsskap sinn í dag.. Reykjavík 6. april 1933. Sveinbjörn Egilson. Skýrsla frá fiskifulltrúanum á Spáni. Prolongation Urgell, 4—5, Barcelona 22. marz 1932. Allir sem við fiskverkun hafa fengist, þekkja brúna jarðslagann, eða »maurinn«, sem hann er oftast kallaður. Koma hrúngrænar smádröfnur á fisk- inn, sem breiðast út um hann allan, misjafnlega hratt, eftir þvi hvernig veðr- ið er og önnur vaxtarskilyrði jarðslag- ans. . Eins og ég gat um í skýrslu minni um rauða jarðslagann, er sá brúni skyldur honum. Þar sem rauði jarðslaginnskap- ar rotnun og eyðileggingu fiskjarins, er jarðslaginn frekar meinlaus, og vilja ein- staka menn jafnvel heldur mauraðan fisk, en hreinan og þykja hann gæða- merki. Engu að síður er hann til skemmda og er jarðsleginn fiskur seldur ódýrar, en tiskur, sem laus er við jarðslaga. Helzt er hægt að selja hann í Oporto, því þar eru menn lionum vanari en annarsstað- ar, en samt er hann venjulega seldur fyrir 10—20 eseudos (2—4 ísl. kr.) lægra verð pakkinn, en hreinn fiskur. Ef mik- ill hluti fiskjarins, sem fram er boðinn, er mauraður, fellur verðið á honum mjög, en ef það er ekki nema lítill hluti, er verðið að mestu hið sama, því þá er ekki til nema mátulega mikið handa þeim, sem vilja hann jafnvel og þann hreina, eða heldur. Auk þess, sem hann er verðminni, , þarf að kosta nokkru til að bursta hann og umstakka, og fiskurinn léltist við burstunina. Fyrir mánuði siðan kom grein í Morg- unblaðinu, um rannsóknir dr. Schoop, sem hefur athugað jarðslagann nokkuð, fyrir tilstilli Sigfúsar Blöndahls ræðis- manns. Staðfestir dr. Schoop, að um mygluskemmdir sé að ræða, en er ekki kominn svo langt í rannsóknum sínum, að hann geti sagt um , hvernig skuli vinna gegn þeim. Þar eð Kristian Höye, fiskiveiðaráða- nautur i Noregi, hefur rannsakað svepp þennan, sem Norðmenn kalla sop eða m i d, mörg ár og birt all-ýtarlega skýrslu um rannsóknir sínar árið 1924, þykir mér hlýða, að benda mönnum á þær rannsóknir, til að spara tviverknað, en svo er að sjá, sem dr. Schoop þekki ekki rannsóknir þær, sem gerðar hafa verið í Noregi, þar sem hann er þó al- gengastur, rauði jarðslaginn er algengari í Kanada, Newíoundlandi og Færeyjum. Hvorug þessi jarðslagategund er sýni- leg, fyr en myglusveppurinn er farinn að mynda gró, eins og timgunarsellur sveppa, sem svo eru nefnd. Kemur því oft fyrir, að þó jarðslagi hafi ekki sést á fisksendingu, er hún fór frá Noregi, sé hún orðin til muna brún, er hún kemur á ákvörðun- staðinn. Sjálfur sveppurinn er lítill nema »ræturnar«, sem eru ósýnilegar inni í fisk- inum, en brúnu blettirnir, sem maður

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.