Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1933, Blaðsíða 13

Ægir - 01.04.1933, Blaðsíða 13
ÆGIR 107 sér á fiskinura, eru gróin, sem myndast á óteljandi fínum þráðum upp úr rótinni. Hvert þessara gróa, er örsmátt, og telur Höye þau vera tvöhundruð og fimmtug- asta hlula úr millimeter að stærð. Geta menn því hugsað sér hver mergð er af gróum, á fiski sem orðinn, er brúnn af jarðslaga. Leynir það sér heldur ekki ef fiskur er farinn að skemmast af jarð- slaga, því maður tekur eftir einkenni- legri, skarpri lykt í geymsluhúsunum, og minnir hún helzt á lyktina af gráða- osti. Berast gróin um allt í lottinu, og þeg- ar þau koma á lítið þurkaðan fisk, fara þau að ála, jafnvel í hita, sem er rétt yfir frostmark. Fjölgar þeim við skipt- ingu sellanna við allt að sex stiga hita en geta sett gró þegar hlýrra er orðið, og vaxa þvi hraðar, sem lifsskilyrðin eru betri. Eins og öll mygla þarf jarðslaginn nokkuð mikinn raka og þolir illa sól. btöðvast vöxlur hans þá mikið til, þeg- ar fiskurinn er breiddur í sól, en heldur afram í húsunum, þar sem skilyrðineru betri. Þegar verkun er hröð getur sólin alveg haldið vexti hans í skefjum, en sjaldnar drepið sjálfan sveppinn, þvíþað er mjög lífseigt, þó gróin séu enn- líf- seigari. 1 votviðrasumrum fá þau miklu betri lífsskilyrði, og er því meira um jarðslaga þá, sem flestir munu kannast við. Þegar farið var að grennslast eftir hvað- an brúni jarðslaginn kæmi, féll grunur- ínn fyrst á saltið, vegna rauða jarðslag- ans. í framleiðslulöndunum reyndist þó saltið vera að mestu eða alveg laust við þennan ófögnuð. En er saltið var rann- sakað i Noregi, fundust í þvi rúmlega 800 gró í hverju tvípundi at salti. í geymsluhúsunum var það rannsakað aftur, og þar reyndust vera 39 þús gró í tvípundinu, að meðaltali. þetta benti til að gróin væru að ein- hverju leyti í skipinu, en að mestu leyti í loftinu i fiskbæjunum, þannig að þau kæmu í saltið við uppskipunina og þeg- ar saftið væri hreyft undir beru lofti og í húsunum. Við frekari rannsókn reynd- ist þetta og svo. í fiskiskipum, sem salt var rannsakað i, reyndist saltið sumstað- ar svo spillt, að naumast hefði átt að nota það, því í einu tvípundi af salti, sem tekið var úr einu skipinu, reiknað- ist Höye að væru 500 þús. gró, en 440 þús. i tvípundi í öðru skipi. Nokkur skip höfðu þó hér um bil hreint salt, svo meðaltalið reyndist vera 46 þús. gró í tvípundi af salti, sem tekið var úr 36 fiskiskipum í Lófót. Lét hann síðan sótthreinsa vandlega fiskgeymsluhús í Kristianssund og var gengið úr skugga um, að húsið væri jarðslagalaust. Rannsakaði bann síðan loftið í húsinu, með því að athuga hve mikið af grói félli á blett, sem væri á stærð við meðalstóran saltfisk (750 cm2) og sýna þær tölur hve mikið kom af grói gegnum dyr hússins, glugga og gluf- ur. Reyndist honum, að þar féllu rúm- lega 1000 gró á sólarhring að meðaltali tvær fyrstu vikurnar. Þá hækkaði talan snögglega upp í 6000 gró, en síðan upp í 22000 gró á dag í þrjá daga. Kom það í íjós, að þelta var einmitt þegar verið var að bnrsta jarðsleginn fisk þar ná- lægt. Við burstunina hafa losnað ógrynni af gróum, sem þyrluðust um alltogbár- ust inn í húsið, þar sem rannsóknir þessar fóru fram. Jarðslaginn berst því úr fiskinum í saltið, og með því aftur í fiskinri. Gerði Höye því daglegar rannsóknir á því hve mikið af grói félli daglega niður við höfn- ina i Kristiansund og við höfnina i Björg- vin. Mældi hann magn það, sem féll á lófastóran blett (50 cm2) i 12 tíma og voru tölurnar þessar:

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.