Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1933, Blaðsíða 24

Ægir - 01.04.1933, Blaðsíða 24
118 ÆG I R haldið til úr ísafjarðardjúpi í vetur og auk þess tvö vélskip vestra og tjögur skip héðan fyrir sunnan land, en um þetta mun Fiskifélaginu vera kunnugt. Pá hafa tveir vélbátar verið seldir til vesturlandsins í haust, en annar þeirra fórst nærri strax sem kunnugt er. Ekki er mér kunnugt um nema einn stóran vélbát, sem byggðír séu á þessu ári; er hann smíðaður hér á Akureyri, fyrir mann á Siglufirði. Er það slór og sérlega vandaður bátur, með öllum ný- tísku útbúnaði slíkra báta, og mun ég hafa getið um þetta áður. — Þar á móti er smíðaður mesti fjöldi af trillubátum, ýmist að nýju, eða þá eldri bátar eru byggðir upp og viðgerðir og vélar settar i þá. — Engin skip eða bátar hafa verið keypt frá útlöndum þennan ársfjórðung sem liðinn er. Um póstbálinn, sem keyptur var hingað fyrripart vetrarins, hef ég getið áður, en þar hafði orðið misritun á hestaflatölu vélarinnar, 260 fyrir 180, sem leiðréttist hérmeð. — Skip þetta þykir gefa góða reynd, það sem af er. Var það umbætt til muna, og því breytt með tilliti til farþegaílutnings, svo nú er skipið sæmilegt til þeirra hluta, það sem stærð þess nær. Telja má víst, að allir vélbátar, sem nothæfir eru gangi til v-eiða komandi vertið, héðan úr umdæminu, og auk þess mesti sægur af trillubátum. Eru menn nú nokkuð öruggari um þá út- gerð, síðan Vélabátatryggingin fór að taka trillurnar í ábyrgð. Þessi smábáta- útgerð hefur líka gefið mikið fremur góða reynd, eins og ég hef áður drepið á, og er ólíkt lét'tari á höndunum heldur en útgerð stærri bátanna, þó hún hafi hinsvegar færst nær sanni, síðan hluta- ráðningar urðu almennar, en mánaðar- kaup var afnumið. Hve margir og hve stórir bátar muni ganga úr hverri veiði- stöð komandi sumar, get ég enn ekki sagt um, eða ekki fyr en ég. hef ferðast til hlýtar um fjórðunginn, en Fiskifé- lagið fær vitneskju um það og annað, er útgerðina áhrærir, jafnóðum og vitað verður, eins og að undanförnu. Mikil óánægja er hér ríkjandi meðal útgerðarmanna og sjómanna og reyndar ýmsra íleiri út af norsku kjöttollssamn- ingunum. Þykir þeim sem í reyndinni muni lítið koma í staðinn fyrir þau fríðindi, er Norðmönnum eru heimil, ef þeir nota þau til hlýtar, sem gera má ráð fyrir að geti orðið. Því er ekki neit- að, að brýn nauðsyn sé til að styrkja kjötframleiðendur, en margir telja þá leiðina hafa verið heppilegri, að útgérð- in, þó hún sé sköttum og álögum hlað- in, langt úr hófi, hefði samt sem áður tekið á sig á einhvern hátt þessa byrði að meiru eða minna leyti. — í þvi skyni sendu nokkur félög hér í bænum í sam- einingu mótmælaskjal til Alþingis, þó fyrir ekki' komi, að líkindum, þar sem afdrif málsins munu þegar hafa verið ráðin. Eina bótin telja menn að sé, að samningnum má segja upp með skömm- um fyrirvara, og væntanlega verður það gert þegar á næsta ári. Því enginn vafi þykir mönnum leika á því, að með þeim geti síldarútvegi íslendinga verið stefnt í voða, verði samninganna neytt i yztu æsar. Ekki verður enn sagt með vissu um, hve mikla stund Norðlendingar leggi á síldveiðarnar komandi sumar, en margt bendir til þess, að það muni ekki verða minna en síðasta ár. Að sönnu fer það nokkuð eftir þorskveiðunum og sölu- möguleikum á fiski, en búast má við að þátttakan verði alltaf nokkur, því talsverðum hluta fiskillotans er þannig varið, að fyrir honum liggur annaðhvort síldveiðin, þann tímann, eða þá að liggja kyr í höfn.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.