Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1933, Blaðsíða 4

Ægir - 01.10.1933, Blaðsíða 4
234 ÆGIR sprunginn, sólsoðinn, slepjaður eða brúnn. d. Fiskur fyrir Vesturheimseyjar (West- Indies): brotinn, sólsoðinn, slepjaður eða brúnn. Egta Labradorfiskur skal flokkast í tvo flokka : 1. flokkur skal vera góður flskur og gallalaus. I þennan flokk má ekki setja fisk með blóð- eða lifrarblett- um, eða greppum. Fiskurinn skal vera stinnur, vel pressaður og mikið saltaður, vel flattur og þveginn, slor- og slimlaus. Þó hann þurfi ekki að vera alveg hvítur, verður hann að vera bjartur og hreinn. 2. flokkur: Þangað skal meta illa flatt- an fisk, og ósléttan á yfirborði, en að öðru leyti, sem fyrsta flokks fisk. Þó má hann vera með blóðbleltum. Ekki er þess getið hvernig lögum þess- um skal framfylgt, og mun það þó reyn- ast nokkuð erfitt, því ákvæðin eru all- ströng og má meðferð fiskjarins batna mikið áður en yfirborðið af fiski þeirra lendir í fyrsta flokki. En þó munu þessi lög vera fyrirboði betri verkunar og vaknandi áhuga um að bæta vörugæðin. Þar sem við erum nú einnig búnir að taka upp linsöltuðu verkunina, eða shore- verkunina frá Newfoundlandsmönnum, erum við að lenda í meiri samkeppni við þá en áður. En Magna-verkunin eitt hið merkasta nýmæli til markaðs-aukn- ingar, og sýnist ætla að fara vel úr hendi. Hefur Magnafiskur sá, sem komið hefur í haust líkað vel, en þólt heldur þunn- ur, til að lenda í bezta verðflokki. Þar sem linsaltaði fiskurinn er boðinn fram sem Magnafiskur, er labradorverkaði fiskurinn okkar boðinn fram sem Style eða Labrador-Style. Er okkur nauðsyn- legt að íá betra nafn á hann, ef sam- keppnin harðnar nú enn, og egta labr- inn verður líkari okkar labra. Sýnist mér heppilegast að nota það nafn, sem farið er að nefna hann sumstaðar á Suður- Spáni og taka upp nafnið Islandieta, og kenna hann við land vort frekar en við land keppinautanna. Virðingarfyllst Helgi P. Briem. Hvar á ég að leggja reknetin mín og hve djúpt? Vísíndin hafa, með þeim miklu fram- förum, sem orðið hafa á síðustu árum, margsannað hið djúptæka gildi sitt til þroska atvinnuveganna. Á það eigi síð- ur við um fiskveiðar en aðrar atvinnu- greinar. Mildar eru þær framfarir, sem tæknin hefur skapað, einnig hér við land, þegar um fiskveiðar er að ræða. Mikið djúp þróunar er staðfest á milli einyrkjans, sem stundaði sjó með vinnu- manni sínum og syni á opnum róðrar- bát inni á fjörðum, og þeirra nýtízku fiskiskipa, sem nú ganga um straumana. Öryggi hefur aukist og þægindi hafa skapast, enda þótt enn þá mætti betur vera. t*að er þó hvorki öryggi né þæg- indi, sem íslenzkir fiskimenn að minnsta kosti hafa keppt að sem aðalmarki, held- ur hinu, að vera senr minnst háðir dutt- lungum nytjafiskanna. ketta hefur tekist allvel, að því er þorskinum viðvíkur, þótt enn þá sé langt í land þangað til fullkomnum árangri er náð, en verra er það með síldina. Þólt nægileg síld sé á miðunum, getur verið fullerfitt að finna hana, bæði hvar hún er, og hversu djúpt hún stendur, en það þurfa þeir að vita, sem fiska með reknetum. Áður fyrr, þegar lagnet voru notuð

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.