Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1933, Blaðsíða 10

Ægir - 01.10.1933, Blaðsíða 10
240 ÆGIR vörublær yfir fundum félagsins, enda koinu þar saman og koma enn þeir dugnaðar- og kjarkmenn, sem stunduðu og stunda hina bættulegustu vinnu sem hér þekkist, — og þólt farkostir stofn- endanna hefðu nú ekki þótt upp á marga fiska, þá verður það ekki hrakið, að á þeim lögðu þeir grundvöll til uppgangs þessa bæjar, enda liðu ekki meira en 5 ár þar til hér sáust fyrir landi glæsileg og ágæt skip, eign Islendinga og þá fyrst kom það í ljós, hvílíkir aflamenn hér voru. Á þeim skipum lærðu þeir sjó- mennsku, sem síðar tóku að sér stjórn á næsta tímabili fiskveiðanna, sem byrj- aði hér þegar hinir fyrstu togarar voru keyptir 13—14 árum eftir að »Aldan« var stofnuð. Mynd sú, sem þessum línum fylgir, er tekin af stofnendum »Öldunnar« fyrir 40 árum. Birtast hér nöfn þeirra, en(d) selt við þá, sem dánir eru. 1 efstu röð eru (talið frá vinstri): Bergur Sigurðsson (d), Þorsteinn Þorsteinsson Þórshamri, skólastjóri Markús Bjarnason (d), Þor- valdur Jónsson nú netagerðarmaður, Þorlákur Teitsson (d), Pétur Þórðarson frá Gróttu, Bergur Jónsson, Marteinn Teitsson (d). Miðröð: Guðmundur Stefánsson, síðar lögregluþjónn, Páll Hafliðason, Guðm. Kristjánsson (d), Hannes Hafliðason (d), Jens Nýborg (d), Pétur Þórðarson (frá Glasgow), Sigurður Símonarson (d). Fremsta röð: Finnur Finnsson, Sig- urður Jónsson I Görðunum, Jón Þórð- arson (d), Stefán Pálsson (d), Ásgeir Þorsteinsson (d), Magnús Magnússon framkvæmdarstjóri, Ellert Schram, Stef- án Snorrason og Björn Sveinsson. Fyrstu stjórn »Öldunnar« skipuðu Ás- geir Þorsteinsson (form ), Stefán Pálsson (ritari) og Marteinn Teitsson (gjaldkeri). Stjórnina skipa 1933, Hafsteinn Berg- þórsson (form.), Ingólfur Lárusson og Kristinn Magnússon. Skýrsla erindrekans í Austfirðingafjórðungi frá 1. júlí til 1. oktbr. 1933, Porskveiði. í þessum ársfjórðungi hef- ur þorskafli verið mjög tregur. í júní mánuði veiddist þó nokkuð á grunn- miðum á opna vélbáta og árabáta og var mikið af þeim fiski veitt á haldfæri. Eft- ir að kom fram í ágúst og sept. veiddist minna einnig á grunnmiðum. Þó var nokkur afli fram í ágúst á Bakkafirði og á Skálum. Dekkaðir vélbátar hafa aflað lítið, eins þótt langt hafi verið sótt. Sjó- sókn hefur verið lítil þetta timabil sakir aflatregðu. Hefur mönnum ekkí þótt svara kostnaði að leggja kapp á úthaldið. Aflamagn er því lílið og tiltölulega meira af smáum fiski en venja er til. Á þessu vori komu allmargir aðkomu- bátar til Austfjarða til að stunda veiði þaðan. Hafa þeir eðlilega borið lítið úr býtum, enda fóru margir þefrra aftur eftir skamma dvöl. Eftir að kom fram í ágúst veiddist nokkuð af ýsu, sérstaklega á Fáskrúðsfirði. Hefur litið veiðst af ýsu við Austurland um nokkurt árabil, en fyrir 1920 var venjulega mikið af haust- aflanum ýsa. Síld. Það má svo heita að sildar hafi orðið vart í Austfjörðum óslitið frá því í fyrra haust. Að vísu misjafnlega mikið og ekki í öllum fjörðunum í einu, en allfaf hefur orðið vart einhversstaðar. 1 júlímánuði var mikið síldarmagn á hafinu úti fyrir Austurlandi. Bátar er þorskveiði stunduðu höfðu alltaf sömu sögu að segja: »Mikil síld«. Var hún á

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.