Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1933, Blaðsíða 14

Ægir - 01.10.1933, Blaðsíða 14
244 ÆGIR Ég var ekki í neinum vafa um, að eitt- hvert skip mundi vera í nauðum statt úti fyrir Skaganum, svo ég tók þá ákvörð- un að fara beina leið til Isaks Sigurðs- sonar vitavarðar ó Garðskaga og vekja athygli hans á þessu, ef hann hefði ekki orðið var við skipsílautið. í*egar ég kom vestur fyrir Hof, sá ég greinilega ljós á skipi, sem virtist vera mjög nærri landi ef ekki, að það stæði fast á Flösinni. Aftur var blásið í gufu- flautuna og var ég þá sannfærður um, að skipið væri strandað. Enda var það svo. Þegar ég kom heim að húsi ísaks, frétti ég, að hann væri í vitanum og hús- karlar hans með honum. Fegar þangað kom, fann ég ísak að máli ogsagði hann mér, að skipið væri strandað, að likind- um á Flasarhausnum, Isak hafði séð skipsljósin nokkru áður en skipið blés í fyrsta sinn, og áleit hann, að það hefði steytt rétt um það bil og fyrsta flautið heyrðist. Hjá Isak voru staddir nokkrir menn af yztu bæum í Útgarði og menn, sem bjuggu á Skaganum, frá 2 bæjum. Var nú farið að ræða um hvað gera skyldi. Útfall var, en brim svo mikið, að ekki var álitið hugsanlegt að koma út opnum bát út að hinu strandaða skipi, sem sýnilega, eftir ljósunum að dæma, veltist á skerinu. Hugsanlegt var, að komast mætti fram undir skipið um fjöruna, fótgangandi eftir Flasarrifinu, sem þó ekki þornaði alveg um fjöru, vegna þess að smástreymt var. Var nú ákveðið að ná í opið skip í næstu naust- um og setja það eftir bjarninu alla leið út á Garðskaga og síðan fram Flösina og Rifið, sem er mjór tangi flatur og lágur, sem gengur i útnorður frá sjálfri Flösinni. Fremst á rifi þessu eða tanga, eru háir klettar, ekki þó mjög háir, og heita þeir, sá sem fjær er landi Stóri Flasarhaus, en hinn, sem er nær landi og áfastur við Rifið, heitir Litlihaus. Mjótt lón en djúpt er milli hausanna þó fjara sé. Báðir fara klettar þessir, Litli og Stóri haus í kaf um stórstraumsflóð, og þegar brim er t útsynningum á vet- urna, er sjórinn hræðilega úfinn og hol- skeflur ægilegar á þessum stað, eins og allstaðar á þessum stöðum. En einna ægilegastur er þó sjórinn í hafróti á Flas- arhausnum. Ekki er að orðlengja það, að sumir af mönnum þeim sem safnast höfðu saman við vitann, fóru nú að ná í skipið í Lambastaðavör og var það ekki á- hlaupaverk, skipið var þó ekki notað þegar til kom, en ég og nokkrir aðrir fórum fram á Flösina, sem öll var upp úr sjónum, vegna þess að smástreymt var og einnig vegna þess að nú var mik- ið fallið út og var ólitið að fjara mundi verða um kl. 10Va—11 þetta kvöld. Þeg- ar við komum fram fyrir svo kallaða Steinbitakletta, sem eru stórir klettar rétt fyrir ofan þar sem Rifið byrjar, var ekki svo mikið fallið út, að ráðlegt væri að leggja af stað fram lengra. Eina eða tvær handluktir vorum við með og varð það að góðu liði, þó ekki lýstu þær vel. Skipið hafði þegar hér var komið blásið mikið og lengi í gufufiautuna, og ljós sá- um við á flökti til og frá um þilfarið, að því er virtist. Skipið sjálft sásl ó- glöggt vegna myrkurs, en móta sást þó fyrir þvi, þaðan sem ég og félagar mín- ir voru staddir. Um 9-leytið hætti skip- ið að blása og um líkt leyti hurfu öll ljós, nema ljósin í masturtoppunum. En sem komið var höfðum við enga hug- mynd um hvaða skip það var, semstrand- að var. Mest vorum við hræddir um, að skipsmenn hefðu sett á flot skipsbát, því oft eru útlendingar sem stranda hér við land, fljótir að gera slíkt og hefur mörg-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.