Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1933, Blaðsíða 6

Ægir - 01.10.1933, Blaðsíða 6
236 ÆGIR manna og útgerðarmanna hins vegar, er sízt að örvænta um góðan árangur. Nátt- úran hlýðir ákveðnum lögmálum, eigi siður síldin en önnur dýr. Allt á sér einhverja orsök. Aðalatriðið er að flnna þann lið orsakakeðjunnar, sem við get- um tekið föstum tökum og rannsakað með hægu móti, og þaðan rakið keðjuna þangað til við komum að þeim hlekk í henni sem heitir slld. Árni Friðriksson. Hafnsögumenn í NewYork, Þegar hin mildu farþegaskip hafa siglt um 4000 sjómílur yfir Atlantshafið, á leið sinni frá Norðurálfu til New-York, fara þau að draga úr hraða, eftir því sem þau nálgast höfnina. Á þeim skip- um er lítið að óttast á opnu hafi, en er nær dregur landi, fara mörg skip að sjást og verða á vegi risaskipanna, þok- ur eru tíðar og grynningar verður að varast, eða með öðrum orðum, skipið nálgast hættusvæðið. Alltí einu sézt lítill bátur; róa honum tveir menn og rosk- inn maður í gráum yfirfrakka situr aft- ur í og reykir sá vindil. Skipið er þá stöðvað. Hinn litli bátur leggur að því í hlé, að kaðalstiga, sem hengdur hefur verið á skipshliðina og þegar »lag« gefststekkur sá frakkaklæddi í stigann og læsir sig lið- lega upp eflir honum, en báturinn snýr frá. Þetta er hafnsögumaðurinn, sem leiðbeina á hinu mikla skipi inn á legu- stað þess í New-York. Það var við Sandy Hook að hann steig á skipið, hér um bil 20 sjómllur út frá frelsisstyttunni og siglir því svo um Ambrosesundið, þrengsl- in (The Narrows) og þræðir leiðina milli fjölda skipa; er reglan sú, að skip þau, sem inn á höfnina fara eiga að vera að austanverðu í farvatninu, en þau, sem á útleið eru, að vestan, en þeirri fyrirskip- un er eigi hlýtt sem skyldi og við það vandast málið. Kjör þessara hafnsögumanna eru ekki girnileg fyrir áhugasama unga menn. Lærdómstíminn er langur og þyrnum stráður og árstekjur eru milli 200—350 dollarar fyrstu árin. Sérhver sá, sem vísar skipi veg inn á höfnina í New-York, verður að vera í félagi því sem heitir »The United New- York and New-Jersey Sandy Hook Pilots Association«. í félagi því eru að eins 125 menn (lóðsar), 86 frá New-York og 39 frá New-Jersey. Hver sem vill, getur mælt með ung- um manni, sem langar til að gerast hafn- sögumaður, en oftast og áhrifamestu meðmælin koma þó frá einhverjum í áðurnefndum félagsskap. Umsækjandi verður að hafa góða menntun, vera á aldrinum 17—20 ára og umfram allt að hafa góða sjón. í byrjun er lærlingur að mestu á öðru hvoru hinna tveggja smáskipa, sem fé- lag hafnsögumannanna á. Þau halda sér ávallt við Sandy Hook og má kalla þau heimkynni hafnsögumanna, því þaðan fara þeir í skip þau, sem eru á innleið og þangað fara þeir frá þeim, sem á út- leið eru. Hið fyrsta sem byrjendur læra erhrein- læti á skipsfjöl, þrifa þilfar, þvo máln- ingu og mála, fága látún o. sv. frv. Síð- ar vinna þeir í smábátum þeim, sem flytja hafnsögumenn til skipa eða sækja þá. Þegar þeir hafa unnið þannig í 8— 10 ár, þá er kaupið komið uppi40doll- ara á mánuði, þá er talið að maðurinn sé fullnuma og getur úr þvi sótt um hafnsögumannsstöðu. Til þess að ganga úr skugga um hæfileika hans og þekk-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.