Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1933, Blaðsíða 16

Ægir - 01.10.1933, Blaðsíða 16
246 ÆGIR Strax byrjaði ég að vekja þá og gekk ekki vel. Þegar þeir vöknuðu virtust þeir svo magnlausir og sljófir að undrun sætti. Ég hafði þó að rifa þá upp og skýra þeim frá, að ég og félagar mínir á klett- inum skammt frá, værum komnir til að bjarga þeim. Eg byrjaði að tala við þá ensku, en komst brátt að því að þeir voru norskir og talaði ég þá við þá dönsku eða norsku blending og dugði það, þó áfátt væri hjá mér. Mennirnir sögðust ætla að vera kyrrir um borð i skipinu yfir nóttina, en það aftók ég með öllu, skipaði þeim að búst i snatri og fylgja mér. Smátt og smátt fóru þeir að ranka við sér og byrjuðu að fara í ýmsar flýkur, því hálfberir lágu þeir í íletunum. Þessu næst fór ég í kyndara- klefann, sem var við hliðina á háseta- bústaðnum. Og fór þar allt á sömu leið. Þegar ég hafði rifið þá upp úr fasta svefni og þeir voru farnir að búast til brottferðar, þaut ég aftur eftir þilfarinu og upp stiga, sem lá til lyftingarinnar. Þar bjóst ég við að finna skipstjóra og aðra yfirmenn skipsins, enda reyndist það svo. Fyrst fann ág skipstjórann sof- andi á bekk í herbergi miðskips. Ég vakti hann í flýti og skýrði fra ástand- inu hvað sjó og veður snerti og einnig hvað staðurinn var hættulegur, sem skip- ið var strandað á. Hann rauk upp með andfælum og virtist vera hálfruglaður. Skipsljórinn var gamall maður. Hann sagði mér hvar stýrimenn og vélstjórar og matsveinn væru, en sagði að allir væru sofandi; meira sagði hann mér ekki í sambandi við það. Ég sagði honum að taka með sér það sem hann gæti og nauðsynlegast væri, en hann sagðist að eins taka dag- bók skipsins, hitt mundi hægt uð ná i næstu daga. Síðan yfirgaf ég skipstjór- ann og ílýtti mér á þilfar og kallaði til félaga minna hvernig ástatt væri og voru þá tveir komnir út á ytri klettinn, Guð- laugur Jónsson frá Fingholti og annar maður til, sem ég man nú ekki hver var. Bað ég þessa menn að taka á móti skipsmönnunum sem mundu renna sér niður kaðalinn sem út af borðstokknnm lá. Að þessu loknu fór ég í flýti að vekja stýrimenn og vélstjórana ásamt einum eða tveimur öðrum, sem ég ímyndaði mér að væru matsveinar eða þ.v.l. Allir sváfu menn þessir vært, og hrukku upp með andfælum, þegar ég skýrði þeim frá þeirri hættu, sem þeir væru staddir í. Ég skipaði þeim að taka með sér föt sín og annað fémætt, en vera fljótir. Sumir af mönnunum hlýddu þessu og drifu níður í poka sína, ýmislegt en aðrir stukku á þilfar rétt eins og þeir stóðu, f venjulegum klæðnaði sinum. Þegar ég hafði lokið erindi mínu við stýrimenn og hina aðra siðastnefndu menn, þaut ég til skipstjórabústaðarins, en hann var þá bak og burt og kominn á ytri klettinn til þeirra Guðlaugs og hafði hann dottið þegar hann sleppti kaðlinum og meitt sig talsvert á fæti. Nú var ekki hægðarleikur að koma skip- stjóra og hinum öðrum skipsmönnum yfir lónið, en nú var það þó minnst, sem það gat orðið á þessu kvöldi, því nú var bláfjara að því er virtist og þurfti nú að hraða flutning mannanna i land. Ég fór að leita að kaðli eða línu og fann fljótlega nokkuð langan, mjóan kað- al, honum kastaði ég til Guðlaugs og var kaðallinn notaður til að draga mennina á yfir lónið. Þar sem þeir, sem meðmér komu fyrstir út á klettana, ásamt fleiri mönnum, sem nú voru komnir þangað, tóku við þeim og leiddu þá til lands. Niðurl. næst.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.