Ægir - 01.10.1933, Blaðsíða 15
ÆGIR
245
um orðið hált á því i miklum sjógangi.
Ef skipverjar á þessu strandaða skipi
hefðu gert slíkt, töldum við litla von, að
þeir kæmust lifandi i land.
Eftir kl. 9 fórum við að brölta og
svamla fram Rifið og var ég í farar-
broddi og var ég að líkindum ódeigari
við að vökna, þar sem ég var holdblaut-
ur áður en þetta ferðalag hófst, eins og
getið var um áður. Rifið er stakksteinótt
og illt yíirferðar í björtu, hvað þá i nátt-
myrkri. Ekki var mjög djúpt á Rifinu,
viðast ekki nema í mitt læri og sum-
staðar vel í mitti, nema þegar ólögin
komu og riðu yfir það, þá skolaði stund-
um alveg yfir okkur. Ferðin sóttist eftir
atvikum vel, og þegar við, sem fremstir
fórum, vorum komnir Rifið á enda, voru
báðir hausarnir, sá »Litli« og »Stóri« al-
veg upp úr sjónum, en þó skall löðrið
af sumum holskeflunum yfir þá. Þegar
fram á Litlahausinn kom, sáum við að
hið strandaða skip var stórt gufuskip og
virtist vera flutningaskip; stóð það utan i
Stórahausnum. Sýnilegt var, að ef kom-
ist yrði yfir lónið milli klettanna, mátti
næstum komast á þurru að þeirri hlið
skipsins, sem á klettinum ytri (Stóra
haus) lá. Hér mátti nú ekki miklum
tima spilla, því brátt var komin fjara,
en í brimi fellur undra fljótt að aftur.
Ég hrópaði og við allir eins hátt og við
gátum til skipsins, hvað eftir annað, en
fengum ekkert svar. Enga hreyfingu sá-
um við, og engin ljós á skipsfjöl, nema
siglingaljósin.
Ég stakk nú upp á því að reyna að
stökkva eða kasta mér einhvernveginn
yfir lónið, milli kleltanna. Þetta var ekki
árennilegt, enda töldu félagar minir slíkt
hið mesta fíflsæði. Enginn okkar sem
fram á efri klettinn voru komnir, — en
við vorum 5, vorum syndir.
Ég lét aðvörunarorð félaga minna eins
og vind um eyrun þjóta og áður en þeir
áttuðu sig var ég búinn að henda mér
eins fimlega, langt og ákveðið, eins og
ég hafði orku til út að ytri klettinum
yfir lónið. Auðvitað fór ég ábólandi kaf,
en varð þó svo nærri klettinum (Stóra-
haus), að ég einhvernveginn náði hand-
festu á einum af þönglum þeim, sem á
honum vaxa neðarlega. Nú var mér
borgið, en stríður var þó straumur inni
í lóninu þegar einn brimsjórinn æddi inn
í það milli klettanna áður en ég gat
náð mér upp á klettinn. Loks komsl ég
upp á hann og var ég þá, að heita mátti,
fast við hliðina á skipinu, sem stóð ut-
an i klettinum og hallaðist til lands upp
að honum. Nú þegar ég stóð við skips-
hliðina, í ekki dýpri sjó en að eins upp
í hné, byrjaði ég að hrópa og kalla á
ensku, dönsku og íslenzku, en hversu
hátt sem ég öskraði, fékk ég ekkert svar.
Hélt ég nú með sjálfum mér, að menn-
irnir mundu hafa yfirgefið skipið og
væru að líkindum allir drukknaðir og
var sú tilhugsun ömurleg. Ég færði mig
í myrkrinu fram með skipshliðinni og
varð mér þá litið á kaðal, sem hékk út
af borðstokknum rétt um framvantinn.
Kaðallinn hékk svo langt niður að ég
gat, þegar ég treygði mig, náð í hann.
Eftir þessum kaðli las ég mig upp í skip-
ið, þótt erfitt væri. Nú var ég ákveðinn
í að kanna mannabústaði skipsins, sem
ég vissi hvar venjulega voru á skipi líku
þessu. Fyrst fór ég fram að hásetaklef-
anum sem var undir bakkanum (að
framan), dyrnar voru opnar og logaði
dauft Ijós á oliulampa þar inni. Nokkra
menn sá ég þar liggjandi í fletum sín-
um og datt mér fyrst í hug, að allir væru
dauðir, því enginn bærði á sér þegar ég með
talsverðum hávaða og fasi kom inni klef-
ann. En við nánari athugunsá ég,að allir
mennirnir sváfu, og þótti mér undarlegt.