Ægir - 01.10.1933, Blaðsíða 13
ÆGIR
243
frá Grímsey safnaði og Hallgrimur son-
ur hans gefur út; er það mikið og merki-
legt rit.
Mjög hefur verið talað um hið slæma
tíðarfar siðastliðið sumar og umhleyp-
ingar framan af þessu ári, einkum á
Suðurlandi, en þau munu hafa verið
mörg örðugu árin hér á landi siðan 1863
og til þessa; hefur ávalt eitthvað komið
til hjálpar til þess að vinna bug á vand-
ræðunum, og vonandi, að svo megi fram-
vegis verða.
íslendingur látinn í Aberdeen.
Hinn 20. september s. 1., lézt Helgi
Jónsson á rikisspitalanum i Aberdeen,
eftir uppskurð. Hann var brezkur þegn
og hafði unnið hjá Williamson & Co,
North Esplanade East í Aberdeen, t
25 ár. Hann byrjaði starf sitt þar sem
flatningsmaður, en félagið, sem hann vann
hjá, komst brátt að því að hann var
góður trésmiður og mjög hagur við hvers
konar smíðar, og notaði þessa hæfileika
hans sér og honum til gagns.
Hann var hinn heiðarlegasti maður,
virtur af húsbændum sínum og öllum
þeim sem kynntust honum. Á striðsár-
unum vann bann á skipasmíðastöð.
(The Fishing News ,a/o 1933).
Frá utanríkismálaráðuneytinu.
Hér með vill ráðuneytið tjá Fiskifé-
lagi lslands, að samkvæmt fregn frá ut-
rikismálaráðuneytinu danska, hefur feng-
ist samningsleg trygging fyrir því, að inn-
flutningsleyfi fáist í Póllandi fyrir 7000
smál. af íslenzsri síld til áramóta, og að
á því magni skuli greitt lægsta innflutn-
ingsgjald. 23. okt. 1933.
Björgun.
Af hendingu bárust í minar hendur,
endurminningar ónefnds manns, sem ná
yfir 25 ár eða frá 1881 — 1905. Segir þar
frá mörgu, sem borið hefur við á Suð-
urnesjum þessi ár, t. d. verzlun Islend-
inga við erlend botnvörpuskip hér í Faxa-
flóa o. m. fl.
Með leyfi höfundarins birtist nú hér í
»Ægi«, partur úr frásögn hans um björg-
un skipshafnar á eimskipinu »Skandia«
og afdrif þess.
Þeir, sem gefa út bækur, ættu að fá
handrit það sem ég hefi, til yfirlesturs,
sem ég tel vist að væri auðsótt mál við
höfundinn; er það greinilega og vel rit-
að, skemmtilegt og minnir á margt, sem
nú er að falla í gleymskunnar djúp.
Einnig sýnir frásögnin hversu land það,
sem í hlut átti mat þessa björgun. Frá-
sögninni verður að skipta vegna rúm-
leysis í Ægi, en bezt er að hún komi
fram. Ritsljórinn.
Að kvöldi dags hinn 21. febr. 1905 var
ég á leið frá Gerðum og heim til min,
kl. var um sjö. Veður var slæmt, út-
synningur og éljagangur og hafði verið
vonzkuveður undanfarna daga, veltubrim
var á Garðsskaga og með allri sjávar-
ströndinni í Garði og Miðnesi.
Ég gekk »sýkið« sem var með þykk-
um is. En þegar ég átti skammt að landi
hjá Útskálatúngarðinum datt ég ofan í
opna vök, sem brotin hafði verið til að
skola i þvott um daginn. Ég varð hold-
votur upp undir höndur og hraðaði ég
því ferðinni heim, þar sem mér varð ó-
notalega kalt eftir baðið. Þegar ég er
kominn út fyrir Akurhús heyrði ég skip
blása í gufuflautuna og virtist mér hljóð-
ið koma frá Garðskaga.