Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1933, Blaðsíða 9

Ægir - 01.10.1933, Blaðsíða 9
ÆGIR 239 Skipstjórafél. „Aldan“ 40 ára. Hinn 7. október þ. á. voru 40 ár lið- in siðan »AIdan« var stofnuð og var af- mælisins minnst með samsæti á Hótel Borg. — JÞað var hinn 7. október 1893, ýmsum nauðsynjamálum sjómanna, sem síðan voru tekin til greina á æðri stöð- um. eins og einnig var borið margt und- ir Oldufélagið, sem laut að siglingum. En þegar Fiskifélag íslands var stofnað 1911, með því markmiði að vinna að sjávarútvegsmálum þjóðarinnar, voru 4 Stofnendur ,,Öldunnar“ fyrir 40 árum. að 24 skipstjórar tóku sig saman og mynduðu þann félagsskap sem æ hefur staðið síðan, þótt ekki beri jafnmikið á honum og hin fyrstu 20 árin og ber margt til þess, sem ekki verður farið út i hér, en eitt er þó víst, og það er, að félagar »Öldunnar« hafa verið trúir og dyggir félagsskapnum, enda virða flestir sjómenn ýmislegt það, sem verið hefur barist fyrir á fundum félagsins og kom- ist þar í framkvæmd, svo sem styrktar- sjóður fyrir ekkjur og börn; er sá sjóð- ur nú um 40 þús. krónur og árlega úr honum veittir styrkir. Félagið starfaði að miklu leyti, sem fulltrúi stéltar sinn- ar og lét til sín taka í vitamálum og félagsmenn »Öldunnar«, þeir Hannes Hafliðason, Magnús Magnússon, Geir Sig- urðsson og Matthías Þórðarson, allir skipstjórar, kosnir í stjórn hins nýstofn- aða félags og Hannes kjörinn forseti. Má því segja að »Aldan« hafi lagt Fiskifélag- inu til góðan styrk í byrjun, auk þekk- ingar þeirrar, sem menn þessir höfðu til brunns að bera, en nokkuð dofnaði yfir »Öldunni« eftir þetta, sem eðlilegt var, þar sem málefni sum, sem hún hafði haft með höndum, féllu undir Fiskifé- lagið, sem bæði naut nokkurs ríkisstyrks og hélt úti tímaritinu »Ægir«, sem ein- göngu ræddi um sjávarútvegsmál. Það var ávallt einhver hátíða- og al-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.