Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1933, Blaðsíða 11

Ægir - 01.10.1933, Blaðsíða 11
ÆGIR 241 svæðinu frá 12 til 40 sjómílur frá landi. Ekkert var veitt af þessari síld svo ég viti, annað en það, sem einn bátur af Norðfirði veiddi í net, er hann hafði með sér og lagði á meðan að línan lá og veiddi hann lítilsháttar á þann hátt. Var síldin feit og full af mör. Fitumagn yfir 20°/o. Sú síld er var í fjörðum inni var aft- ur á móti mögur og misjöfn. Var hún af ýmsum stærðum, þó mest af stærð- inni 6 til 7 í kilo — 27—30 sm. — Það af síldinni, er var 30—33 cm., var sæmi- lega feit, en af henni var lítið. Allt sumarið fram í september, hefur síldin verið blönduð sild fullri af hrogn- um og sviljum og ný hrygndri og hrygn- andi síld. Litur því út fyrir að sildin — nokkuð af henni — sé að hrygna hér allt sumarið. Ekkert hefur verið saltað í sumar vegna þess, hve mögur og misjöfn sildin hefur verið, nema ca 100 tn. á Eskifirði og Fáskrúðsíirði, sem voru matjes saltaðar. — Valin — Litið hefur verið fryst af sumarsíldinni annað en það, sem notað hefur verið til beitu jafnharðan. Lítið er nú af frosinni síld í íshúsum. Flutningur á ísvörðum fiski. í byrjun september kom hér danskt kæliskip »Th. Stauning«, til að kaupa íisk, er hann flutti út isvarinn. Keypti hann mest skarkola og ýsu. Skipið kom hér í byrjun stór- straums — höfuðdagsstraums — og varð því að liggja lengur en orðið hefði, ef það hefði komið á hentugum tíma. Stauning fór aftur 13. sept. og hafði þá keypt: 32490 kg. skarkola 24795 — ýsu 317 — lúðu 58 — sandkola 1153 — steinbít 1336 — þorsk 60149 kilo alls. Verðið á kolanum var frá 35—45 aur. kílóið og á ýsunni 13 aurar. Ekki hef ég frétt enn þá fyrir hve mikið farmurinn varseldur. Kolinn hafði selst mjög illa, en ýsan tiltölulega betur. Vegna þess hve salan gekk illa, sáu útgerðarmenn skipsins sér ekki fært að halda þessum flutningum áfram, en ann- ars var áformið að láta Stauning flytja út ísvarinn fisk frá Austfjörðum fram eftir haustinu. Síðar í september var flutt frá Fáskrúðs- firði 6748 kg. af ýsu með skipi er Árni Böðvarsson hafði til þessaraflutninga. Ágengni togara. í sumar hafa verið ó- venju margir togarar að veiðum úti fyr- ir Austfjörðum. Hafa þeir verið á slóð- um, þar sem vart hafa sézt togarar áð- ur. T. d. kringum Færabak, við Skrúð- inn utan og sunnan verðan, einnig á milli Seleyjar og Skrúðs, á Vaðlavík og Sandvík, en á víkunum eru þeirra beztu landhelgismið að fornu og nýju. Gátu Fáskrúðsfirðingar vart lagt línu á sínum venjulegu fiskimiðum vegna togara. Er það vitanlega ýsan, er þeir hafa sókst eftir. Er auðvitað lítið um það að segja, því að þar eru þeir utan landhelgi, en auk þess munu togarar ekki í manna minnum hafa stundað eins stöðugt i landhelgi og nú i sumar. Hafa að vísu oft verið mikil brögð að þessu áður, en aldrei eins og nú svo menn viti. Engin varðskip hafa verið á þessum slóðum. 1 september komu þó bæði varðskipin austur, en daginn áður en þau komu, hurfu allir togarar úr land- helgi og þeir, sem utan landhelgi voru, færðu sig jafnvel utar. Var engu líkara en varðskipin hefðu gert boð á undan sér. Þótt svo sé vitanlega ekki, þá er það litlum vafa bundið, að einhversstaðar frá hafa togararnir fengið vitneskju um komu varðskipanna.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.