Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1933, Blaðsíða 7

Ægir - 01.10.1933, Blaðsíða 7
ÆGIR 237 ingu, eru tveir rosknir og reyndir hafn- sögumenn skipaðir til að spyrja hann spjörunum úr um allt, er að starfinu lýtur. Standist hann þetta próf og sésvo langt kominn, geta enn liðið 13 ár þang- að til hann fær réttindi til að leiðbeina skipum, á stærð við »Mauretania«, til hafnar. Þegar hann fær hin fyrstu réttindi sem hafnsögumaður, er hann orðinn um 27 ára gamall, en langt og örðugt starf er framundan. Hafnsögumaður getur látið af störfum þegar hann er 65 ára, en verður að hælta er hann er sjötugur. Sá sem þessa föstu atvinnu fær, er mjög varkár í starfi sínu og reynir allt til að missa hana ekki fyrir handvömm, en þrátt fyrir það geta óhöpp borið að hönd- um og gera, en beri svo undir, er hið fyrsta verk hafnsögumanns að gefa ná- kvæma skýrslu um atburðinn, því oftast ræður hún, hvernig á hann er litið. Hið versta, sem hafnsögumann getur hent er, að réttindi hans séu að öllu frá honum tekin, en í manna minni hefur það ekki verið gert. Hin almenna refs- ing fyrir afglöp er réttindamissir tiltekinn tima, sem fer eftir atvikum og meira en réttindamissir í eitt ár þekkist ekki til þessa. Að eins einn hafnsögumaður hef- ur fengið þann dóm og hafði sá starfað í 14 ár, en vegna hins mikla álits, sem hann naut almennt, var tíminn færður niður i 6 mánuði. Hafnsögumenn taka gjald eftir stærð skipa (lestatali). Því stærra sem skipið er, því meira fær hafn- sögumaður og t. d. kostar að leiðbeina risaskipinu »Leviathan« (54.282 tons) til og frá höfninni í New-York, 320 dollara. Skrifstofur Fiskifél. tslands voru fluttar í hið nýja hús Fiskifélagsins, laugardag- inn 28. október. Frá Noregi. Ástandið í heiminum virðist ekki fara batnandi hversu sem menn reyna að komast út úr ógöngunum. Tollhækkanir oginnflutningshöft draga úr viðskiftum þjóðanna en menn vona þó, að þessu linni. Saltfiskur. Markaðsverð er stöðugt, en lítið af fiski selst. Verð á saltfiski nr. 1 samsvarar 75 kr. ísl. fyrir skpd. Lýsi. Þrátt fyrir mikinn útflutning og minnkandi birgðir, er eftirspurn á heima- markaðinum lítil og verð lækkandi. Þó má vænta mikillar eftirspurnar bráðlega og vona menn, að birgðir seljist, en þeir sem þær eiga, vilja ekki lækka verð fyr en í síðustu lög. — Gufubrætt Lofoteu- lýsi er nú selt fyrir 85 norskar kr. tunna, en fyrir það verð eru menn tregir að kaupa. Lakari tegundir ganga betur út. Hrogn. Sardínuveiðar við Frakkland eru nú að hætta. Útflutningur hefurver- ið mikill, einkum af nr. 2 og 3, en minni eftirspurn eftir nr. 1, en af þeirri tegund eru miklar birgðir. Þrátt fyrir miklar sardínuveiðar hefur verð á hrognum ver- ið óvanalega lágt. Kjöt. ístenzkl saltkjöt hefur selst á 82,50 norskar krónur tunnan og nokkur þús- und tunnur verið seldar. Reynt hefur verið að halda því í 85 norskum krón- um, en það sem af er, gengur það ekki út fyrir það verð. a/u> 1933. Fiskveiðar Færeyinga við Grænland. Færeyjaskipin eru nú komin heim frá fiskimiðunum við Vestur-Grænland. 52 skip stunduðu þar veiðar og lögðu upp aflann í Færeyingahöfn. Hann var sam- tals 2.213.000 þorskfiskar og er fluttur til eyjanna.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.