Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1933, Blaðsíða 3

Ægir - 01.10.1933, Blaðsíða 3
ÆGIR MÁNAÐARRIT FISKIFÉLAGS ÍSLANDS 26. árg. Reykjavík. — Október 1933. Nr. 10. Skýrsla frá fiskifulltrúanum á Spáni. Barcelona 28. septbr. 1933. Avenida Victor Hugo, 4—5. Fiskverðið er nú það sama og verið hefur undanfarið, hér í Barcelona, 90— 94 pes. vættin af fiski að norðan ogaust- an, en 86 fyrir Faxaflóafisk. Hefur hækk- unin í framleiðslulöndunum jafnast á móti falli enska pundsins, svo söluverð hefur ekki hækkað í pesetum. Þegar fer að kólna í veðri, verður löluvert af lé- legum fiski, sendur héðan til Suður- Spánar, og var send smásending í siðast liðinni viku. Neyzlan er i bezta lagi, enda þótt hún sé auðvitað ekki eins mikil og hún var í sumar þegar hún var mest. í Bilbao hefur verðið á islenzkum fiski einnig staðið í stað, en hækkað dá- lítið á færeyskum fiski síðustu vikurnar, svo sem venja er til, þegar fer að kólna í veðri. Er það nú 85 pes., en 79—80 á íslenzkum fiski. Einnig hefur verðið hækkað í Ítalíu, en fallið i Portúgal. Er þvt kennt um, að fiskurinn þoli illa geymslu og hafi skemmst af jarðslaga, svo innflytjendur hafi orðið að losnavið hann, þó þeir töpuðu á honum. Horfurnar hér á Spáni og Portúgal eru taldar mikið góðar. Sumarið hefur verið jafnheitara en nokkurt annað sum- ar í fjörutiu ár, og lengra, en ekki ofsa- heitt. Hefur hitinn því ekki verið talinn til skaða og telja menn að uppskeran hafi verið góð, og útlitið með það sem enn er óuppskorið. Sérstaklega er vin- uppskeran talin góð bæði að vöxtum og gæðum. Eru því vínbændur þegar farnir að senda nefndir til stjórnarinnar um að hún greiði fyrir sölunni. Koma sömu fréttir frá Portúgal um uppskeruna þar. Er sérstaklega talað um að olívu upp- skeran sé góð, en hún er afar þýðingar- mikil fyrir landið. Svo sem menn vita hafa. New-found- landsbúar haft nokkurn áhuga á því að koma fiskimati á hjá sér. Fyrir tilstilli saltfisk-úlflutningsnefndarinnar þar, hafa nú verið gefin út lög um fiskimat þar í landi, dags. 24. ágúst. Er þar algerlega hannað að verzla með ómetinn fisk, og skal þvi meta allan fisk, sem seldur er bæði verkaðan og óverkaðan. Tegundirnar eru tvær: shorefiskur og egta labrador. Shoreíiskurinn skal metastí fjóra ílokka: a. úrvalsfiskur (choice): góður fiskur, mjög þykkur, blæfallegur, sléttur á yfirborði, og án of mikils salts, vel flattur og þveginn, hvorki blóð né lit- ur á þunnildum, né blóð í dálki. b. útgengilegur (merchantable): góður fiskur, sléttur á yfirborði, vel þveginn og flattur, ekki með of miklu salti á yfirborði og hvorki blóð né lifur á þunnildum né blóð í dálki. c. Fiskur fyrir Madeira: ósléttur fiskur og sem ekki kemst í ofannefnda flokka, en þó ekki ofsallaður fiskur,

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.