Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1933, Blaðsíða 20

Ægir - 01.10.1933, Blaðsíða 20
250 ÆGIR Um ferðalög min seinni helming árs- ins, svo og um ástand fiskifélagsdeild- anna hér, mun ég skrifa í lokaskýrslu minni fyrir þetta ár, um Ieið og ég gef heildaryfirlit, eins og að undanförnu. — Sildarbræðslurnar á Raufarhöfn og í Krossanesi, segjast hafa sent Fiskifélag- inu skipaskrár. Akureyri 17. okt. 1933. Páll Halldórsson. Takmörkun á fiskútflutningi til Stórabretlands frá Noregi, byrjaði laugardaginn 14. okt. 1933 kl. 12 á há- degi. Hinn 11. október skýrir fiskimálastjór- inn norski svo frá: Verzlunarmálaráðuneytið hefur nú, samkv. lögum frá 6. júlí 1933 og kon- unglegri staðfestingu 28. júlí s. á., gefið út fyrirskipanir áhrærandi útílutningi á nýjum fiski til Stórbretalands frá Noregi. Til ársloka er fyrirboðið að flytja út, löngu keilu, upsa, karfa og steinbít. Til ársloka er fyriiboðið að flytja út kola minni en V* kilo, lúðu minni en ll/» kilo og stærri en 60 kilo, með haus og 50 kilo hauslausar. Ýsu yfir U/2 kg. og ekki minni en 600 grömm með haus, skötu og skötubörð af fiski, sem allur vegur yfir 15 kilo. Af háf má flytja út 50 lestir (ton). Frysta lúðu má að eins flytja út, að fengnu leyfi fiskimálastjór- ans. — Þessar reglur ganga í gildi hinn 14. október, kl. 12 á hádegi, en þó þann- ig, að sé frá fisksendingum til Bretands gengið á útflutningsstaðnum fyrir hinn ákveðna tíma, þá er leyfilegt að flytja þær út. Nýtt varðskip. Hinn 23. september, var hinu nýja danska varðskipi hleypt á sjóinn og er nafn þess »Ingólf«. Það er með sama lagi og varðskipið »Hvidbjörn«, sem hef- ur verið hér og við Grænland og verð- ur »Ingolf« látinn annast strandgæzlu hér og við Grænland og kemur í stað »Fylla«. Skipið er 70 metrar á lengd og 1325 tonn. Fiskútflutningur Svía til Englands. Svíar hafa nú selt allan þann lisk í Englandi, sem samningar leyfa og geta þvi ekkert selt þar, fyr en í byrjun jan- úarmánaðar næsta ár. 1 atvinnuleysi því, sem almennt rikir, horfir nú til vandræða. í sumar stunduðu 160 bátar veiðar í Norðursjónum og seldu fisk í Englandi, en nú er sú verzlun hætt og mikill hluti flotans er hættur veiðum. Þó stunda margir bátar þær enn og vona að geta selt Dönum fisk, en að öllum líkindum munu Danir hætta að kaupa fisk af út- lendingum, því ekki eru fiskimenn þeirra of vel stæðir. Hin mörgu fiskiskip Svía, sem stunda veiðar í Norðursjónum, eru sterk og mikil veiðiskip, sérstaklega smíðuð til flutninga á fiski til Englands. 1 stað þess að geta verið að veiðum til nýárs, hætta þau nú og það sem þeim er leyfilegt að selja af fiski til Englands, er ekki meira en það, að á fáum vikum ársins geta þeir fullnægt því. Fiskúrgangur hækkar í verði. Sökum litilla birgða hefur verð á fiski- mjöli hækkað, einkum í Liverpool. Eft- irspurnin er mikil. Fyrir fiskimjöl, sem inniheldur 7°/o af köfnunarefni og 5% af fosforsýru er verð skráð í Liverpool, 9 sterlingspund fyrir hvert tonn, f. o. b. Mikil eftirspurn er eftir fiskimjöli, sem örðugt virðist að fá til hænsnafóðurs, en það á að innihalda 60% af eggjahvítu-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.