Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1933, Blaðsíða 12

Ægir - 01.10.1933, Blaðsíða 12
242 ÆGIR Veðurathugunarsíöð í Papey. Heyrst hefur, að í ráði sé að leggja niður veð- urathuganir í Papey og taka af það lé- lega talsamband, sem nú er við land. Hefur þessi frétt vakið almenna óánægju, Sjómenn, sem veiði stunda við Suðaust- urland, óska þess eindregið, að Papey verði sett á veðurskeyti oggetið um vind- magn þar eins og á öðrum stöðum.sem nú eru á veðurskeytum. Pá er það og eindregin ósk manna að talsambandið við land verði bætt, enda er það þýð- ingarmikið vegna öryggis þeirra er sjó stunda á þessum slóðum. Úr Papey sér vel til báta og þangað leita þeir marg- sinnis undan veðrum, enda er þar venju- lega hentugasta og oft eina athvarfið, sem um er að ræða fyrir báta, sem veiði stunda við Suðausturland. Er því auð- sætt, hve þýðingarmikið það er að geta haft loftsamband við þennan stað. Beinhákarl. Til tíðinda má það telja, að nokkuð hefur orðið vart við beinhá- karl við Austurland í sumar. Sjómenn frá Norðfirði, Mjóafirði og Gunnólfsvík, hafa orðið varir við þessar skepnur. Ná- lægt Gunnólfsvík, sáust nokkrir og inni á Norðfirði sáusl 8 samtímis. Syntu þeir i yfirborðinu með bakuggan upp úr sjó. Fóru Norðfirðingar á tveimur trillumog skutluðu einn. Fengu þeir aðstoð stærri vélbáts til að draga hann að landi, en þá rifnaði skutullinn úr hákarlinum og beið hann þá ekki boðanna. Vélbáturinn Gauti af Norðfirði sigldi á beinhákarl. Stöðvaðist báturinn alveg og einnig vélin vegna mótstöðu beinagrána. Annars hef ég ekki enn þá fengið greinilegar fréttir um það, hve víða hef- ur orðið vart við þessar skepnur. Eskifirði 8. október 1933. Friðrik Steinsson. Fyrir sjötíu árum. Árið 1863 byrjaði þannig, að frá ný- ári fram yfir miðjan marz, var umhleyp- ingasamt víðast hvar á landinu. Segir í »PjóðóIfi«, að mikið áfelli hafi komið snemma í maí og telur, að í Bræðra- tungu hafi 60 hross verið hýst og gefin full gjöf fimmtudaginn og föstudaginn i þriðju viku sumars og öllum sauðfénaði. Júni var að eins frostvægari en mai, en þó frost til fjalla nálega á hverri nóttu og sauðagróður í útkjálkasveitum norð- anlands, var eigi kominn fyr en um byrjun júli. Dagana 9.—11. ágúst gerði norðan I- hlaup um allt land, með mikilli fann- komu á Norðurlandi. Grasvöxtur á tún- um syðra var undir það í meðallagi en grasbrestur fyrir norðan og vestan. Kalyrkja, sérstaklega jarðeplarækt mis- heppnaðist hvervetna, einkum vegria frosts í jörðu. Seint í september gerði mesta íhlaup með fannkomu viða um land og á Norð- urlandi urðu úthey undir þeim snjó. Um Dali, Hrútafjörð og Húnavatnssýslu, var það víðast svo, að engin tugga náðist í garð úr þvi komið var fram í 19. viku sumars, því eigi tók snjóinn upp og frá veturnóttum til mánuð af vetri, voru hörkubyljir, frost og víða haglaust. Hvergi var þó vandræðaástandið talið eins al- mennt og í Barðastrandasýslu. í septbr. urðu viða skriður vegna dæmafárrar úr- komu, 27. nóvember skall á ofsaveður frá útsuðri og gerði það mikið tjón á húsum og skipum. Nokkra hvali rak á árinu. 1 sjó drukknuðu 80 menn. Manntal 31. desbr. 1862, 67,326. Þetta er tekið upp úr »Annáll 19. ald- ar«, sem síra Pétur Guðmundsson heitinn

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.