Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1933, Blaðsíða 19

Ægir - 01.10.1933, Blaðsíða 19
ÆGIR 249 Skýrsla nr. 3 frá erindrekanum í Norðlendingafj. Efni til skýrslugerðar eftir 3 siðustu mánuðina er harla lítið annað en það, sem þegar hefur verið birt í tímaritinu »Ægi«, svo sem um síldaraflann í hin- um ýmsu veiðistöðum, þorskafla ifjórð- ungnum o. s. frv. og virðist ekki þörf á að endurtaka það hér. Snemma í júlímánuði dró það mikið úr fiskaflanum, að i sumum veiðistöðv- unum var róðrum hætt alveg, eða að mestu leyti, svo sem á Siglufirði, í ól- afsfirði, Hrísey og á Árskógsströnd, enda sneru menn sér þá almennt að fiskverk- uninni og sumir að síldveiðum. Þó gengu nokkrir trillubátar að einhverju leyti all- an tímann. 1 austur-veiðistöðvunum, Þórshöfn, Raufarhöfn, svo og í Flatey og Grímsey varð aflinn mjög rýr. Fiskurinn hélt sig mest á það djúpu vatni og fjarri, að trillubátarnir gátu ekki sótt í hann, enda oftast fremur ókyrt til hafsins þótt veðr- átta væri stillt og góð til landsins, en á þessum stöðvum eru mestmegnis opnir bátar. — Sömu sögu er að segja úr vest- ur-veiðistöðvunum, Skagafirði og Skaga- ströndinni með Kálfshamarsvík, að þar hefur eftirtekjan orðið mjög litil. Hér við Eyjafjörð og á Siglufirði var byrjað aftur á róðrum, er síldveiðinni var lokið, eu aflinn var fremur tregur fyrst í stað, en góður fiskur, það sem fékkst. En er á leið seplember tók afl- inn að glæðast. Fluttu þá margir bátar til Siglufjarðar, að vanda, en gæftir hafa verið stopular síðan og því minna kom- ið á land en vænta hefði mátt. Ég geri ráð fyrir að i flestum veiðistöðvunum, utan i Siglufirði, sé nú búið að vera með róðra í þetta, sinn svo teljandi sé. Nokkur hafsíldarreitingur hefur verið hér út í firðinum, og hefur það farið mestmegnis í beitu, og ef til vill eitt- hvað lítið í frystingu. Þá hefur og feng- ist nokkuð af millisild og smásíld, einn- ig í net, fram á þenna dag og mun vera útflutt af þeim tegundum 608 tn. milli- síld og 5612 tn. smásild og eitthvað lít- ilsháttar er nú fyrirliggjandi, og mun ég gefa Fiskifélaginu skýrslu um útflutn- inginn jafnóðum og hann fer fram, því örðugt er að fylgjast nákvæmlega með vikulegum afla, þar sem sumir fiski- mennirnir salta sjálfir. Annars er milli- síld seld og keypt nú fyrir 10 kr. manna á milli, en hafsíld hefur verið seld til beitu fyrir 18 kr. tn. Athyglisverðan viðburð má það telja, að nú hafa Ólafsfirðingar komið upp hjá sér dráttarbraut fyrir vélbáta sína, er rúmar samtimis 10 báta. Er þetta til stórra framfara og hagræðis fyrir veiði- stöðina, enda eru ólafsfirðingar atorku- og dugnaðarmenn um allt er að sjávar- útvegi lýtur. Áður höfðu þeir komið sér upp vönduðu vélaverkstæði og frystibúsi, auk hinnar rammgjörvu bryggju. Allt þetta hefur gerbreytt aðstöðu þeirra og framtiðarmöguleikum. Þegar ég gaf siðustu skýrslu mína.var mér ekki fullkunnugt um bátatölu er til fiskjar mundi ganga af Skagaströndinni, í sumar, og henni því bætt hér við. — Flest hafa gengið 13 opnir vélbátar með 4 manna áhöfn, og er aflinn talinn að vera orðinn 84 tonn af verkuðum fiski, móli 130 tonnum alls í fyrra, en þá voru bátarnir 3 fleiri. Eg hef ekki enn getað náð saman öll- um birgðum af frosinni beitu i fjórð- unginum, en mun senda skýrslu um þetta síðar, og þá að líkindum miðað við 1. nóv., ef sildarreitingi þeim er nú er, verður lokið, sem telja má sennilegt.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.