Ægir - 01.05.1938, Side 6
112
Æ G I R
undirbúning Sjómannadagsins hafa stctt-
arfélög sjómamia við Faxaflóa kosið full-
trúaráð, sem er skipað tveimur fulltrúum
frá hverju félagi og einum til vara, og eru
þeir kosnir til eins árs í senn. Stéttarfélög
sjómanna annarsstaðar af landinu geta
einnig orðið meðlimir.
Hvernig' svo sem tekst að gera Sjó-
mannadaginn úr garði í hvert sinn, þá
leikur enginn vafi á því, að honum verður
veitt athygli af þorra manna. Þeir menn,
sem standa að undirbúningi dagsins, liafa
að ýmsu leyti lakari aðstöðu og naumari
tíma til þeirra hluta en aðrar stéttir og á
það verður einnig að líta.
Sjómennirnir eru hermenn þjóðarinn-
ar, þeir standa þar sem liættan er mest og
vinna erfiðustu framleiðslustörfin. Það er
því mikil nauðsyn á því, að sjómanna-
stéttin fylki sér fasl saman til haráttu fyrir
hagsmuna- og menningarmálum sínum.
Það er einnig mjög mikilsvert fyrir sjó-
mannastéttina að fólkið í landi, hvort sem
það er heldur verkamennirnir á eyrinni
eða verkamennirnir i húsinu við Austur-
völl, fái sem Ijósasta hugmynd um störf
sjómanna á hafinu og' aðhúð þeirra þar,
því að það eitt getur orðið til þess að veita
réttan skilning á starfi þeirra manna, sem
jafnan standa í fremstu víglínu, og ættu
því að njóta meiri samhygðar og velvilja
alþjóðar en allar aðrar stéttir.
Sjómennirnir eru fjarri heimilum sín-
um, konu og hörnum mikinn hluta ársins,
lifa við lakari aðhúð en flestar aðrar slétt-
ir, en færa samt stærsta fenginn i þjóðar-
húið, og hversvegna skyldi svo þessi stétt
ekki njóta neinna viðurkenninga eða
lilunninda um fram aðrar stéttir, sem geta
orpað sér við arinn heimilisins allt árið?
Máske skortir hér meira á glögga kynn-
ing'u af störfum sjómannastéttarinnar en
liugkvæmni og velvilja til þess að láta
henni i té frekari viðurkenningu en gert
liefir verið fram til þessa. En þá kynningu
ætti að vera auðvelt að auka og' ætti starf
Sjómannadagsins ekki sizt að hníga i þá
átt.
Það er von og ósk allra, sem unna sjó-
mahnastéttinni góðs gengis, að henni tak-
ist með Sjómannadeg'inum að vinna ötul-
lega að því takmarki, sem við liann er
tengt.
Bergmálsdýptarmælir.
Þar sem afkoma íslendinga Jjyggist að
lang mestu leyti á sjávarútvegi, þá mætti
ætla að árlega væri varið álitlegri fjár-
hæð til rannsókna á hafinu i kringum
ísland og nytjafiskum þess. Þessu hefir þó
elvki verið þannig varið fram til þessa og
hefir eflaust margt uin ráðið. Að vísu
hefir varðskipið „Þór“ verið gert út í rann-
sóknarleiðangra þrjú síðastliðin ár, og má
segja að það sé vísir í rétta átt. En tími sá,
sem skipið liefir verið við rannsóknir á ári
liverju, hefir verið all takmarkaður, þótt
það hafi ekki komið jafn mikið að sök og
liitt, livað fátæklegt það er af ýmiskonar
áhöldum, sem nauðsvnleg eru við slikar
rannsóknir. Ef liorin er saman útbúnaður
„Þórs“ og „Johans Hjorts“, en það er rann-
sóknarskip Norðmanna, þá er þar ólíku
saman að jafna, enda standa Norðmenn
mjög framarlega á þessu sviði og liafa var-
i'ð til liafrannsókna, fiskirannsókna og
fiskileita mjög miklu fé.
Fram á síðustu ár liefir yfirleitt ekki
orðið vart við sterkar hneigðir lijá íslend-
ingum í þá ált, að notfæra sér við veiðar
þau hjálpartæki, sem orðið hafa til fvrir
reynslu og visindaleg'a tækni, og aðrar
fiskveiðaþjóðir liafa notað með góðum
árangri. íslendingar hafa verið nokkuð
fastheldnir á það sem gamalt er og að