Ægir

Volume

Ægir - 01.05.1938, Page 8

Ægir - 01.05.1938, Page 8
114 Æ G I R gera hitamæling'ar og loks að gera veiði- tilraunir með rækjur. En síldarrannsókn- ir munu einkum vera gerðar í Faxaflóa og einnig fvrir norðan land. Til þess að rannsóknir þessar geti skilað sem iieztum árangri á stuttum tíma, þá-er óhjákvæmilegt að setja sjálfritara við bergmálsdýptarmæli þann, sem nú er kominn í „Þór“. Við dýptarmælingarnar á Yestfjörðum mundi vera liægt að skila mjög miklum afköstum á stuttum tíma með sjálfritandi dýptarmæli. Norðmenn hafa t. d. nýlega lálið smiða lítinn iiát, sem nota á eingöngu við dýptarmælingar á fjörðum inni, og þótti sjálfsagt að liafa sjálfritandi dýptarmæli í lionum. Síðan sjálfritarinn var fundinn upp og settur í samband við dýptarmælinn, þá hefir gagn- semi dýptarmælisins aukizt og er nú, jafnframt því sem liann mælir dýpið, einnig notaður lil fiskileita. Undanfarin þrjú ár hefir verið sjálfritandi dýptar- mælir í rannsóknarskipinu „Jolian Hjort“ og Iiafa verið gerðar með honum fjölda- margar tilraunir til fiskileita og sumar gefizt ágætlega. A vetrarvertíðinni 193(5 fann Fiskerikonsulent Oscar Sund stórar þorsktorfur í nánd Lofoten, og voru þær upp i sjó, á takmörkum heita og kalda sjávarins. Þetta var í byrjun vertíðar, þegar fiskur var að ganga inn. Síðan hefir það mjög sjaldan komið fyrir, að „Johan Hjort“ hafi fundið þorsktorfur með dýpt- armæli. Oscar Sund telur að þorskurinn gangi mjög sjaldan í svo þéttum torfum, að hægt sé að finna hann með dýptar- mæli. Segist hann l. d. oft liafa leitað eftir þorski með dýptarmæli á togaramiðunum, en orðið einskis vísari, þrátt fyrir ]iað, að togararnir hafi þá fengið þar ágætan afla. Allt öðru máli er að gegna með síldina, því að h'ún mun oftar ganga í svo þétt- um lorfum, að liægt er að finna hana með dýptarmæli. Dr. Runnström, síldarfræð- ingur Norðmanna, gerði merkilegar rann- sóknir á síldargöngum á vertíðinni 1937. Má eflaust þakka hinum sjálfritandi dýpl- armæli það mest, liversu mikilvæg sann- indi þessar rannsóknir leiddu í ljós. Marg- ar torfurnar, sem Dr, Runnström fann með dýptarmælinum, voru mjög stórar. Stærsta torfau fannst 7. jan. 1937 og var hún um 20 sjómílur á lengd, 2 sjómílur á Iireidd og 30 metra þykk. Gizkaði dr. Runnström á, að í þessari torfu liefðu alls verið um 15 milljónir hl. af síld. Á myndinni, sem liér fylgir með, eru sýndir þrír Iiútar úr „ekkodiagrammi“ frá „Jolian Hjort“, út af Rörvær í Noregi, 11. febrúar 1937. Bilin á milli gildu lóð- réttu strikanna tákna sjómílur, en hilin á milli veiku lóðréttu strikanna, efst á mynd- unum, tákna mínútur. Efsta, lárétta lín- an á myndunum, táknar yfirborð sjávar, en neðsl er sýndur botninn eins og meira eða minna ójöfn lína. Á milli þessara lína, sem tákna yfirhorð og hotn, er svo þriðja linan sýnd, merkt „sild“. Hún táknar síld- artorfur. Vinstra megin á efsta „dia- gramminu" stendur síldin á 150 m. dýpi, eða niður undir botni, þá er klukkan ca. 20 mín yfir 16. Hægra megin á neðstu myndinui, kl. 19, eru torfurnar komnar nærri því upp undir yfirhorð, enda er þá orðið dimmt. Með bergmálsritunum er ekki aðeins hægt að komast að raun um, Iivort sild er undir sldpinu eða ekki, því að jafnframt fæst vitneskja um það, hvað djúpt hún stendur. Það er þess vegna ekki ósenni- legt, ef takast mætti að finna sild hér sunn- anlands, með sjálfritandi dýptarmæli, að þá fengist svar við því, hvort liægt væri að nota snvrpinót við síldveiði á þeim slóðum. Máske gæli sjálfritandi dýptar- mælir einnig komið síldveiðunum við Nörðurland að einhverju gagni, en revnsl- an ein getur skorið úr um það.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.