Ægir - 01.05.1938, Síða 14
120
Æ G I R
Heildarafli Nýfundnalands hefir verið
sem hér segir, undanfarin þrjú ár:
1937 ........ 50 þús. smál.
1936 ........ 53 — —
1935 ........ 61 — —
Yeiðin á „hönkunum“ varð 13 þús. smál.
og er það hcr um hil 2.500 smál. nieira en
1936. Alls stunduðu veiðar á „bönkun-
um“ 2 togarar, 63 skip stærri en 40 smál.
og 166 minni. Agæt veiði var á „hönkun-
um“ alla vertíðina, en nokkur hörgull var
á heitu, og liættu þess vegna nokkrir hátar
fyrr, en þeir liefðu annars þurft að gera.
Þátttakan í veiðunum við Lahrador
varð nokkru meiri en fyrra ár, eða 326
skip og er það 80 fleiri en árið áður. Heild-
araflinn við Lahrador varð 19 þús. smál.
og er það 4 þús. smál. meira en 1936.
Vegna þcss hvað veður var heitt og raka-
samt var fiskurinn ekki eins góð vara og
annars hefði orðið, og auk þess var talið,
að hann hefði ekki verið saltaður sem
skyldi. Sparneytni fiskimannanna á sallið
orsakaðist af því, livað dýrt það var, en
sennilega hefir þeim fundizt sú ráðstöfun
koma sér í koll áður en lauk.
Heimaveiðin var mjög lítil, eða miklu
minni en liún hefir verið mörg undanfarin
ár. Heildaraflinn varð alls um 18 ])ús.
smál. og er það helmingurinn af ])vi, sem
hann hefir verið í meðal ári.
Siðastliðið fjárhagsár, en það er talið
frá 1. júlí—30. júní, voru fluttar út frá
Nýfundnalandi 48 þús. smál. af fiski og
nam verðmæti þess rúmar 22 milljónir kr.
Frá 1. júli—31. des. 1937 var alls flutt út
af verkuðum saltfiski rúmar 28 þús. smál.
Fjárhagsárið 1936—37 voru seldar til
Brasilíu 11.650 smál. af fiski og nam verð-
mæti þess um 5.260 þús. kr. Fyrri hluta
ársins 1937 var verðið þar frekar golt, en
dalaði nokkuð síðari hluta ársins, vegna
þess að þá voru komin til framkvæmda
í Brasilíu lög um 3% skatl á gjaldeyri,
sem fluttur er til útlanda og auk þess 2%
söluskattur. Þessi skattalöggjöf liafði þau
áhrif, að neytendurnir urðu að kaupa fisk-
inn hærra verði en áður, og olli það minni
eftirspurn en verið hafði fyrri hluta árs-
ins. Auk þessa, sem hér hefir verið gelið,
var nokkur hreyting á hinu stjórnmála-
lega ástandi í Brasilíu, sem orsakaði það,
að fisldkaupmennirnir voru varkárari í öll-
um ráðslöfunum viðvíkjandi fiskkaupum.
Öll fisksala frá Nýfundnalandi til Portu-
gal liefir verið undir el'tirliti portugölsku
ríkisstjórnarinnar og hefir það orðið lil
])ess að torvelda sölu á Nýfundnalands-
fiski á þann markað. Alls voru seldar á
árinu til Porlugal 4.835 smál. af verkuð-
um saltfiski. Útlit er fvrir að fisksalan frá
Nýfundnalandi til Portugal eigi enn eftir
að minnka.
Árið 1936 var Ítalíumarkaðurinn alveg
lokaður fvrir fisk frá Nýfundnalandi, en
samkvæmt verzlunarsamningi milli Eng-
lands og ítalíu, sem gekk í gildi 16. nóv.
1936, er ákveðið að ítalir kaupi árlega visst
magn af Nýfundnalandsfiski. Síðaslliðið
ár voru scldar ])angað alls 2500 smál. og
fer greiðslan fram gegnum „clearing“.
Til Porto Rico voru seldar árið 1937 11
þús. smál. og voru 7.650 smál. af því
Labrador-fiskur. Salan til Porto Rico hefir
minnkað um 1200 smál. frá fyrra ári.
Litil fisksala var lil Grikklands á fjár-
hagsárinu 1936—’37, eða aðeins 1020 smál.
En seinni helming ársins 1937 glæddist
salan nokkuð og á tímahilinu okt.—des.
voru seldar lil Grikklands 2 þús. smál. af
Lahrador-fiski.
Til Spánar voru seldar 7700 smál. af
fiski 1936—’37, en aðeins 700 smál. seinni
helming fyrra árs.
Heildarverðmæti útfluttra sjávarafurða
nam á árinu 1936—’37 um 31 milljón kr„
og' er það næstum því 2 milljónum kr.
minna en næsta ár á undan.