Ægir - 01.05.1938, Side 16
122
Æ G I R
verið liefir. Munu þeir ætla að liaga mati sínu
og verkun á „Íslandssíld" nieira með það fyrir
augum, en gert hefir verið áður. Hvort þessi
viðteitni Norðmanna getur orsakað það, að salt-
síldarsala íslendinga til Póllands minnki að
þessu sinni, skal látið ósagt.
Harðfiskssata Norðmanna.
Norðmenn seldu til Ítalíu (upp í vöruskipta-
sainninginn) í marzlok það siðasta, sem þeir
áttu eftir af fyrsta flokks harðfiski, og liefir
siðan verið mjög kyrrlátt á harðfisksmarkaðn-
um. Fram til síðustu mánaðarmóta höfðu Afriku-
kaupendur ekki sýnt nokkurn áhuga til harð-
fiskskaupa, og i Mið-Evrópulöndunum liefir
neyzlan orðið minni en vonast var eftir, vegna
þess hve þar voraði snennna. Heyrst liefir að
Afríkukaupendur myndu gera pantanir í harð-
fisk, ef verðið væri lækkað niður i það sama og
það var fyrra ár, en norskir útflytjendur virð-
ast þó ekki enn sem komið er vera fúsir á að
lækka verðið til þess að losna 'við fiskinn.
Norðmenn halda því fram, að þeir geti ekki
undir nokkrum kringumstæðum selt nýja fisk-
inn sama verði og fyrra árs harðfisk, vegna
þess að lágmarksverðið fyrir fiskinn upp úr sjó
i Lofóten og' Finnmörk var hækkað úr 11 og 12
aurum upp í 12 og 13 aura pr. kg. á þessari
vertíð. Yerkunarlaunin hafa einnig hækkað iim
ca. 12% en það er nokkuð mismunandi eftir
stöðimi.
Birgðir af fyrra árs framleiðslu eru nú liarla
litlar i landinu, og vænta Norðmenn þess, að
þær verði allar seldar, þegar nýi fiskurinn er
tilbúinn til útflutnings.
I>ó að stórar harðfiskssendingar færu til
Ítalíu í hyrjun ársins, þá er lieildarútflutning-
ur Norðmanna af harðfiski iiingað til (27. apríl)
mun minni í ár, en í fyrra. Þann 9. april var út-
flutningurinn orðinn þannig, miðað við smál.,
tölurnar fyrir 1937 eru teknar með til sam-
anburðar.
Ruiulfiskui' Ufsi Ýsa Harðfiskur alls
1938 .... 3.848 1.287 510 5.904
1937 .... 0.861 2.572 408 10.242
I heildartölunni eru innifaldar nokkrar teg-
undir af harðfiski, sem ekki eru tilgreindar liér.
Yerðið hefir á öllum tegundum verið heldur
hærra en í fyrra. Talið er, að það muni eiga
að liækka enn meira.
Fréttir úr verstöðvunum.
Frá Vestfjörðum. 27. maí.
í byrjun mánaðarins var reytingsafli á Pat-
reksfirði. Aðallega var róið út í fjarðarmynnið.
Sæmilegur afli hefir verið allan þennan mánuð
i verstöðvunum við ísafjarðardjúp, einkum
Hnífsdal og Bolungarvík. ísfirzku útilegubát-
arnir eru nú bættir veiðum og búast á síldveið-
ar. Sagt er að togarinn Hávarður ísfirðingur
eigi að stunda karfaveiðar í sumar og leggja
upp á Sólbakka, en verksmiðjuna þar á að nota
til karfavinnslu í sumar. Patreksfjarðartogar-
arnir liafa stundað karfaveiðar síðan þeir tiættu
saltfiskveiðum og aflað lieldur tílið.
Verstöðvarnar á Snæfellsnesi.
Róið hefir verið allan þennan niánuð bæði
úr Ólafsvík og af Sandi, en afli verið heldur rvr,
Síðan dragnótabátarnir byrjuðu veiðar þar,
hefi rekkert aflazt af þorski á linu, og eru því
allir bátar að hætta þeim veiðúin. Tveir mótor-
jiilbátar stunda dragnótaveiðar úr Ólafsvik.
Akranes.
Þar hættu flestir bátar róðrum um síðustu
mánaðarmót, enda aflaðist þar þá sama og ekk-
ert. Af verstöðvunum við Faxaflóa er hlutfalls-
lega langminnstur afli á Akranesi, og er hann
langt fyrir neðan meðallag.
Reykjavík.
Flestir togararnir eru nú liættir þorskveið-
um og er veiðitimi margra þeirra lengri en í
fyrra. Fyrstu vikuna af mai öfluðu togararnir
dável á Eldeyjarbankanum og i Jökuldjúpinu
og var það mestmegnis ungþorskur, eða nvir
árgangar.
Þrír togarar eru nú i þann veginn að fara á
ísfisksveiðar, en aðrir eru að útbúa sig á sild-
og karfaveiðar.
Vélbátarnir hættu flestir veiðum i byrjun
mánaðarins, og eru margir þeirra komnir á
dragnótaveiðar, en liinir bíða þangað lil sild-
arvertíð hefst. Fyrstu dagana eftir að land-
helgin var opnuð fyrir dragnót, var sæmileg
veiði vestur á Skarfsvik og Ólafsvik, en síðustu
dagana hefir verið aflatregða, hvaðan sem
fréttst liefir.
Trilluhátar, sem stunda veiðar héðan, hafa
aflað frekar lítið, þennan mánuð, mun minna
en í apríl.
Hrognkelsaveiði hefir verið ágæt.