Ægir - 01.05.1938, Síða 17
Æ G I R
123
Keflavík og Sandgerði.
í Keflavík er vertíð talin laklega i meðallagi.
Margir bátar héldu áfram veiðum eftir lok, en
um þann 20. þ. m. voru þó flestir liættir, vegna
aflaleysis.
Vertíðin í Sandgerði er sögð vera um það bil
í meðallagi. Flestir bátarnir hættu um lokin.
Seinustu dagana, sem þeir réru, öfluðu þeir
5—10 skippund.
Grindavík.
Vertiðin þar reyndist mjög ógæftasöm og afli
frenmr tregur, en þó ríflegri en næstu vertíð á
undan. Alls aflaðist þar 1.225 smál. miðað við
fullsaltaðan fisk. Úr þessum fiski fengust 1.050
tunnur af hrognum til söltunar og 245.345 lítrar
af lifur, og fékkst úr því 125 smál. af meðala-
lýsi. Lifrarfengurinn í ár er 01.560 lítrum meiri
en 1937, en jafnmargir bátar liafa gengið til
fiskjar bæði árin.
Vestmannaeyjar.
Þar öfluðust alls á vertíðinni rúmlega 30 þús.
skippund. Aflabæstur var vélbáturinn „Veiga“
með 000 smál. Lifrarsamlag Vestmannaeyja tók
alls á móti 1.090 smál. lifrar, og er það mesta
lifrarmagn, sem hefir verið brætt í Eyjum á
einni vertið.
Vestmannaeyjabátar liættu flestir netaveið-
um í byrjun mánaðarins og byrjuðu dragnóta-
veiðar. Sæmilegur afli hefir verið þar í drag-
uót, og er hann sendur frystur til sölu á Eng-
landsmarkað. Fjórir bátar héldu áfram neta-
veiðum fram eftir mánuðinum og öfluðu allvel.
Þann 3. maí sökk vélbáturinn „Svanúr“ frá
Vestmannaeyjum, undir Einidrang. Kom snögg-
lega að honum leki og var ekki hægt að halda
honum á floti. Vélbáturinn „Maggi“ bjargaði
áhöfninni.
Stýrimannaskólinn.
Þar vorn í vetur 60 nemendur og luku
17 af þeim hinu meira fiskimannaprófi
°g voru það þessir:
Björgvin Björnsson (112 st.).
Gunnar B. Valgeirsson (119% st.).
Helgi Guðmundsson (101% st.).
Herbert Þórðarson (138 st.).
Hilmar S. Björnsson (135 st.).
Hjálmar Guðmundsson (107 st.).
Illugi Guðmundsson (119% st.).
Jóakim Pétursson (115% st.).
Jón G. Sigurgeirsson (104 st.).
Kristján Gunnarsson (151% st.).
Olafur Magnússon (110 st.).
Ólafur Stefánsson (81% st.).
Pétur A. P. Maack (123% st.).
Sig. Friðriksson (130% st.).
Sig. Þorleifsson (154 st.).
Skafti Jónsson (107% st.).
Tryggvi Sigurðsson (110% st.).
Norðmenn hafa enga íljótandi
síldarverksmiðju hér í sumar.
Norskir síldarútgerðarinenn Jiykjast
rang’induin lieittir hér við land.
Félag útgerðarmanna i Álasundi og fé-
lagsdeild norska sjómannasambandsins
þar í Jiorginni bafa sent verzlunarmála-
ráðaneytinu sameiginlegt álitsskjal, þar
sem þess er krafist, að með þvi að ekki
verði unnt að bafa fljólandi síldarverk-
smiðjur á veiðisvæðunum við ísland í
sumar, verði norska rikið látið verja til
þess allmikilli fjárbæð að styrkja flutn-
inga á bræðslusíld frá tslandi lil Noregs.
I þessu skjali er því lialdið fram, að
norska síldarverksmiðjan Ægir á íslandi
bafi i fyrra keypl minni síld af Norð-
mönnum en þeim Iiar samkvæmt við-
skiptasamningnum og borgað tslending-
um bærra verð fyrir síldina en Norð-
mönnum.
Þá er einnig kvarlað yfir því, að norsk
veiðiskip hafi orðið að þoka frá Inyggj-
um þessarar verksmiðju fyrir íslenzkum
togurum, og er þetta fært fram sem rök
fyrir því, að norska rikið verði að hlutast
til um að skapa síldveiðimönrium sínum
við tsland betri aðstöðu en þeir liafa not-
ið liingað til.