Ægir - 01.11.1940, Page 15
Æ G I R
241
luíðan af sjónarsviðinu, þá mun álirifa
lians lengi gæta meðal fiskimannanna.
enda eru gjafirnar miklar, sem hann
iiefir gefið þeim. Hinar fjölhæfu gáfur
lians, iðjusemi og einlægur vilji til þess
að verða þeim að sem mestu liði, gerði
honum kleift, þótt fjárframlögin til starfs
hans væru jafnan við nögl skorin, að
leggja svo traustan grundvöll fyrir fram-
halds fiskirannsóknum hér við land, að
ekki mun bila, þótt ofan á verði byggt.
Það var mikið lán fyrir þjóðina, að
Bjarni Sæmundsson skyldi uppi vera á
þeim tima, sem stórstígastur hefir verið
á sviði fiskveiðanna, þegar gömlu skipin
eg eldri veiðiaðferðir voru að víkja úr
vegi fyrir vélaaflinu og tækni Iiins nýja
thna með ærslum þeim og víxlsporum,
sem jafnan fvlgja svo stórtækum bylt-
ingum á sviði atvinnumálanna. Bjarni
var einmitt sá maður, sem bæði binn
gamli og nýi tími gat borið fullt traust
til, því að þótt hann fylgdi jafnan fram-
þróun þess nýja tíma og berðist á móti
hjátrú og hindurvitnum þeirra manna,
sem sáu ekki annað en örfok og evðilegg-
higu i kjölfari hinna nýju veiðarfæra,
þá var hann í eðli sinu íhaldssamur og
svo fast tengdur hinum ehlri veiðiaðferð-
Uni, að enginn gat látið sér til hugar
koma, að hann verndaði eklci rétt þeirra,
svo sem framast mátti verða, enda var
skapgerð dr. Bjarna frekar þeirra, er
hera klæði á vopnin en liinna, sem ekki
sjá nema eina hlið málanna og stefna því
heint fram, án þess að taka tillit til þeirra
verðmæta, sem þannig fara forgörðum.
Bjarni Sæmundsson hefir tileinkað is-
lenzkum fiskimönnum eitt af merkustu
verkum sínum, „Fiskarnir“, og er það
stórmikil og vegleg' gjöf. En eftir sextán
Hra náið samstarf við liann á sviði fisk-
veiðimálanna, get ég um það borið, að
það var ekki það eina af verkum hans,
sem þeim var tileinkað, heldur var öll
ævi hans og allt hans mikla starf tileink-
að Þeim- Kr. Bergsson.
Dr. Bjarni Sæmundsson
á sjónum við rannsóknir.
Ritstjóri Ægis hefir beðið mig að rita
nokkur orð um dr. Bjarna Sæmundsson
og starf lians þann tínia, sem hann var
með mér á botnvörpuskipinu „Skalla-
grímur“,-
Mér er það Ijúft og ánægjulegt að
minnast ])ess tímabils, sem liann var með
mér, hæði á botnvörpuveiðum og síldar-
veiðum. Ég dáðist og undraðist, livað dr.
Bjarni, þá kominn á efri ár, sýndi mikið
þrek og' áræði við starf sitt. Oft slóð liann
tínnnn saman niðri á þilfari skipsins i
miklum velting og sjógangi og athugaði
allt smátt og stórt, sem kom upp
í vörpunni, einnig inn i maga fjölda
fiska, og grandskoðaði allar þær mörgu
tegundir, er þar voru að finna, oft við
svo vond skilvrði, að furðu sætti að Iiann
skyldi geta hamið sig við það, af því ég
vissi lil, að hann gekk með vonda gikt í
fótum, sem hann sagði mér að bagaði
sig mikið.
Einnig minnist ég með aðdáun og'
þakklæti þeirra kvöldstunda, eftir af-
lokið dagsverk, er við sátum og röbbuð-
um um ýmsa viðburði, sem skeð höfðu
annaðhvort þann dag, eða eitthvað, sem
hann hafði upplifað fyrrum.
Allt ])etta útskýrði hann svo vel og
greinilega, einkum ])að sem viðkom fiski
og fiskveiðum, að það varð mér bæði
gagnlegur og skemmtilegur skóli. Við
ræddum um fiskigöngur að afstöðnum
hrygningatíma, og livar fiskur væri, og
hvernig liann hagaði sér á öðrum árs-
tíðum o. s. frv. Alll þetta rökfærði hann