Ægir - 01.09.1941, Side 12
226
Æ G I R
að draga úr honum. Rannsóknir þessar
eru sagðar nokkuð umfangsmiklar og
taka ærinn tíma, svo að eigi má búast
við niðurstöðum af þeim innan skamms.
Svo virðist, að hér sé um svo mikilvæg-
ar rannsóknir i þágu útvegsins að ræða,
að hreinasta goðgá væri að láta þær
stöðvast vegna fjárskorts.
Ein nýjasta iðngreinin í sambandi við
sjávarútveg landsmanna er niðursuða á
fiskmeti. Um reynslu þá, sem þegar hef-
ir fengizt tiér á landi í þessum efnum,
skal ekki fjölyrt liér. En þess má geta,
að erlendis, þar sem iðnaður þessi liefir
verið rekinn um langt skeið og er kom-
inn á liátt stig, hefir verið talin full þörf
á að hafa með lionuin strangt eftirlit, er
])Vggðist jöfnum liön'dum á efnafræði-
legum og gerlafræðilegum rannsóknum.
Iljá slíku eftirliti og rannsóknum verður
ekki komizt með þenna iðnað, nema
engu sé skeytt um það, hvort liuga á
Jionum lif eða ekki. Það er ekki með öllu
ástæðulaust, þótt ýmsir ali vonir í hrjósti
um, að þessi iðnaður geti orðið sjávar-
útveginum til nokkurra nytja, en ætla
má, að þær reynist tálvonir, ef ekki vei'ð-
ur nm það hirt að notfæra við hann vís-
indalegar rannsóknir á horð við þær, sem
fremstu fiskiðnaðarþjóðir heimsins hafa
talið ólijákvæniilegar.
Sérstök rannsóknastofa og
tilraunastofnun fyrir sjávarútveginn.
Sjávarútvegurinn er svo veigamikill
þáttur í atvinnulífi landsmanna, að ])ess
liefir verið þörf fyrir löngu, að koma á
fót myndarlegri rannsókna- og tilrauna-
stofnun í þágu hans. Rannsóknastofa
Fiskifélagsins hefir reyndar unnið mik-
ilvægt starf, eins og hent hefir verið á
fyrr í þessari grein, en þó hafa slarfs-
skilyrði og áhaldakostur ekki verið sem
ákjósanlegastur, er fyrst og fremst hefir
stafað af því, hve starfsfé Fiskifélagsins
hefir verið skorið við neglur. — Nú virð-
ist vera tími til kominn, að eigi verði
lengur látið dragast ur Iiömlu að stofna
fullkomna efnafræðilega rannsókna-
stofu, þar sem starfi hæði efnafræðing-
nr og fiskiðnfræðingur, svo og gerla-
fræðingur, svo að stofnun þessi geti einn-
ig verið fær um að taka að sér hvers
konar rannsóknir fyrir niðursuðuna og
annan fiskiðnað. Þá er og hrýn nauðsyn
að koma á legg tilraunastofnun, þar sem
hægt yrði að gera framleiðslutilraunir i
það stórum stíl, að unnt yrði að fá hug-
mynd um gang og niðurstöður marg-
háttaðra rannsókna, er hníga i þá átt að
sýna, hvernig atvinnureksturinn liagar
sér. Slík tilraunastofnun ætti t. d. að
koma að miklu liði við athugun á starfs-
skilvrðum fvrir nýjum atvinnurekstri,
þar sem gengið yrði úr skugga um kostn-
að, mannahald og afkomu. Þarf eigi
orðum að því að eyða, hvílík stoð slík
stofnun gæti orðið nýgreinum í sjávar-
útveginum. Svo lengi hefir verið rennt
hlint í sjóinn með stofnun margs konar
atvinnureksturs, að fullkomin ástæða er
til að stinga við fæti
¥
Fiskifélagið hefir um langt skeið haft
i luiga að koma á fót og starfrækja slíka
stofnun og liér hefir verið lýst, en fjár-
skortur hefir jafnan komið í veg fyrir
framkvæmdir. Er illt lil þess að vita, að
í hofstúku stjórnarvaldanna skuli eigi
hafa gætt meiri skilnings í samhandi við
þetta mál en raun liefir á orðið. Ég viður-
kenni, að landhúnaðurinn er alls góðs
maklegur, en þegar litið cr á, hve ríf-
lega er lagt til alls konar tilraunastarf-
semi í þágu lians, verður mönnum Ijóst,
hve léttvæg er fundin rannsóknastarf-
semi i þágu sjávarútvegsins. Svo má eigi