Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1943, Blaðsíða 37

Ægir - 01.01.1943, Blaðsíða 37
Æ G I R 31 30138 málum árið áður. Var einmuna síldarafli á meðan veiðin stóð, eins og á hefur verið minnzt hér að framan. Nokkrir togaranna stunduðu ísfisk- veiðar stuttan tíma af árinu, og seldu afla sinn i fiskkaupaskip, eða til neyzlu i landinu. Var það einkum eftir að sigl- ingar stöðvuðust, tvo síðustu mánuði árs- ins. Voru úthaldsdagar á þessuni veiðum 127 dagar, en 1 790 á fvrra ári, en þá varð löng siglingastöðvun í marz og stóð fram á suniar, sem orsakaði það, að niörg skipanna stunduðu þessar veiðar. Lifrarmagn togaranna varð enn meira á árinu 1942 en 1941, en þá hafði það verið meira <en árið 1940. Nam það alls 38 025 fötum, en 32 970 fötum árið áður. Lessi aukning á lifrarmagninu stafar fyrst og fremst af því, að togararnir sigldu með enn stærri farma á hinn brezka markað en áður liefur líðkazt. og verður komið að því atriði í kaflan- um hér á eftir. 4. ísfisksalan. A árinu 1942 varð enn aukning á ís- fiskútflutningnum, samanborið við fyrra ár. Togararnir sigldu með eigin afla, en allmörg mótorskip og línugufuskip kevptu bátafisk til útflutnings. Ilámarksverð það á ísvarða fiskinum, sem sett liafði verið i Bretlandi á árinu 1941, breyttist í upphfi ársins þannig, að það var lækkað um 6 d. pr. stone ((5,35 kg), en jafnframt var numið burtu jafnhátt gjald, sem lagt liafði verið á fiskinn i Bretlandi í október á fyrra ári. f töflu XV er vfirlit yfir söluferðir togaranna á árunum 1942 og 1941, svo og söluupphæð í liverjum mánuði og meðalsölu í hverri ferð. Söluferðirnar urðu fleiri á árinu 1942 en þær hafa orðið áður, að undanteknu árinu 1940. Alls fóru togararnir 304 ferðir, sem skiptast aðallega á 10 mánuði ársins, því að tvo siðustu mánuðina voru farnar f'áar ferðir. Flestar voru ferðirnar farnar fyrri helming ársins. Júnímánuður var hæstur með 35 ferðir. Þegar kom fram i nóvemjber, mátti heita að alger sigl- ingastöðvun yrði, þó ein ferð væri raun- ar farin i desembermánuði. Orsökin tit þessarar slöðvunar á siglingum logar- anna var sú, að þeim voru gefin fvrir- mæli um það af brezkum stjórnarvöld- um, að sigla til hafna á austurströnd Bretlands 2 ferðir af hverjum 3, sem þeir færu, í stað þess að áður höfðu þeir farið allar ferðir til liafna á vestur- ströndinni. Áttu menn hér bágt með að sætta sig við þessi fyrirmæli, þar eð sigling til hafna þeirra, sem til var ætlazt á austur- ströndinni, er æði mikið lengri og auk þess talin mun hættulegri en að sigla á vesturströndina. Mun láta nærri, að hver ferð til austurstrandarhafnanna taki a. m. k. 15 daga, en aðeins 10 daga til vesturstrandarinnar. Var því freistað að reyna að komast að einhverju sam- komulagi við hin brezku stjórnarvöld, og lögðust siglingar niður á meðan á því stóð. En Bretar héldu fast við sitt og siglingar munu væntanlega verða al- mennt teknar upp aftur á árinu 1943. Á meðan á siglingastöðvuninni stóð, birt- usl i brezkum fagtímaritum og jafnvel viðlesnum dagblöðum mjög ónotalegar greinar í garð íslendinga og einkum þó sjómanna. Kemur það úr liörðustu átt, þegar brezk blöð fara að brigzla íslenzk- um sjómönnum um allar vammir og skammir, þegar á það er litið, að fjöldi islenzkra sjómanna hafa látið lífið við flutninga á fiski til Bretlands, síðan stvrjöldin hófst. Söluupphæðin fyrir allt árið var hærri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.