Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.01.1943, Qupperneq 37

Ægir - 01.01.1943, Qupperneq 37
Æ G I R 31 30138 málum árið áður. Var einmuna síldarafli á meðan veiðin stóð, eins og á hefur verið minnzt hér að framan. Nokkrir togaranna stunduðu ísfisk- veiðar stuttan tíma af árinu, og seldu afla sinn i fiskkaupaskip, eða til neyzlu i landinu. Var það einkum eftir að sigl- ingar stöðvuðust, tvo síðustu mánuði árs- ins. Voru úthaldsdagar á þessuni veiðum 127 dagar, en 1 790 á fvrra ári, en þá varð löng siglingastöðvun í marz og stóð fram á suniar, sem orsakaði það, að niörg skipanna stunduðu þessar veiðar. Lifrarmagn togaranna varð enn meira á árinu 1942 en 1941, en þá hafði það verið meira <en árið 1940. Nam það alls 38 025 fötum, en 32 970 fötum árið áður. Lessi aukning á lifrarmagninu stafar fyrst og fremst af því, að togararnir sigldu með enn stærri farma á hinn brezka markað en áður liefur líðkazt. og verður komið að því atriði í kaflan- um hér á eftir. 4. ísfisksalan. A árinu 1942 varð enn aukning á ís- fiskútflutningnum, samanborið við fyrra ár. Togararnir sigldu með eigin afla, en allmörg mótorskip og línugufuskip kevptu bátafisk til útflutnings. Ilámarksverð það á ísvarða fiskinum, sem sett liafði verið i Bretlandi á árinu 1941, breyttist í upphfi ársins þannig, að það var lækkað um 6 d. pr. stone ((5,35 kg), en jafnframt var numið burtu jafnhátt gjald, sem lagt liafði verið á fiskinn i Bretlandi í október á fyrra ári. f töflu XV er vfirlit yfir söluferðir togaranna á árunum 1942 og 1941, svo og söluupphæð í liverjum mánuði og meðalsölu í hverri ferð. Söluferðirnar urðu fleiri á árinu 1942 en þær hafa orðið áður, að undanteknu árinu 1940. Alls fóru togararnir 304 ferðir, sem skiptast aðallega á 10 mánuði ársins, því að tvo siðustu mánuðina voru farnar f'áar ferðir. Flestar voru ferðirnar farnar fyrri helming ársins. Júnímánuður var hæstur með 35 ferðir. Þegar kom fram i nóvemjber, mátti heita að alger sigl- ingastöðvun yrði, þó ein ferð væri raun- ar farin i desembermánuði. Orsökin tit þessarar slöðvunar á siglingum logar- anna var sú, að þeim voru gefin fvrir- mæli um það af brezkum stjórnarvöld- um, að sigla til hafna á austurströnd Bretlands 2 ferðir af hverjum 3, sem þeir færu, í stað þess að áður höfðu þeir farið allar ferðir til liafna á vestur- ströndinni. Áttu menn hér bágt með að sætta sig við þessi fyrirmæli, þar eð sigling til hafna þeirra, sem til var ætlazt á austur- ströndinni, er æði mikið lengri og auk þess talin mun hættulegri en að sigla á vesturströndina. Mun láta nærri, að hver ferð til austurstrandarhafnanna taki a. m. k. 15 daga, en aðeins 10 daga til vesturstrandarinnar. Var því freistað að reyna að komast að einhverju sam- komulagi við hin brezku stjórnarvöld, og lögðust siglingar niður á meðan á því stóð. En Bretar héldu fast við sitt og siglingar munu væntanlega verða al- mennt teknar upp aftur á árinu 1943. Á meðan á siglingastöðvuninni stóð, birt- usl i brezkum fagtímaritum og jafnvel viðlesnum dagblöðum mjög ónotalegar greinar í garð íslendinga og einkum þó sjómanna. Kemur það úr liörðustu átt, þegar brezk blöð fara að brigzla íslenzk- um sjómönnum um allar vammir og skammir, þegar á það er litið, að fjöldi islenzkra sjómanna hafa látið lífið við flutninga á fiski til Bretlands, síðan stvrjöldin hófst. Söluupphæðin fyrir allt árið var hærri

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.