Ægir - 01.08.1946, Blaðsíða 13
Æ G I R
203
'nikilsvert sem fóður fyrir l)úpening. Sc
liænsnum gefin fóðurblanda, þar sem einn
hluti er fiskmjöl en níu hlutar korn, eykst
vöxtur þeirra og varp vegna köfnunar- og
steinefnainnihalds fiskmjölsins.
Árlega er framleitt um 1400 milljónir
punda af olíum úr sjódýrum, svo sem fiski,
lival og sel. Þessar olíur eru á margvíslegan
hátt notaðar í iðnaðinum. Hægt er að blanda
þeim saman við margar aðrar olíutegundir
°g fituefni og nota þær í sápu, málningu,
hnolíum og við leðurgerð. Sumar olíuteg-
lindir, unnar úr sjódýrum, eru sérstaklega
notaðar í smurningsolíur og einnig fer
rnikill hluti í smjörliki. Þær olíutegundir,
Sfeni unnar eru úr sjódýrum og innihalda
á og D vítamín eru að nokkru leyli not-
aðar til skepnufóðurs.
Mennirnir fá mest af A og D vítamíni úr
I isklifrarlýsi. Það hefur einnig hin síðari
ai' verið notað til skepnufóðurs. Þorskalýsi
hefur í aldaraðir verið notað við matreiðslu.
Lifrarlýsi úr öðrum fiski hefur ekki verið
notað fyrr en síðustu áratugina.
Áhrif annarar heimsstyrjaldarinnar.
Vegna beinna áhrifa styrjaldarinnar
harst minna af fiski á markað en áður. Til
þess að ráða bót á því urðu öll fiskveiði-
‘hnd sameinuðu þjóðanna, er ekki voru í
hernaði, að láta af hendi svo mikið af fiski
°g öðrum sjávarafurðum sem kostur var.
hrátt fyrir margvíslega örðugleika juku
þessar þjóðir stöðugt framleiðslu sina af
kjávarafurðum. Árið 1943 var fiskfram-
leiðsla hlutlausra þjóða talin nema 1000
niilljónum punda, öxulríkjanna og þeirra
landa, er þau höfðu eftirlit með eða höfðu
hertekið, 15 000 niillj. punda og sameinnðu
þjóðanna 12 000 millj. punda. Alls var þetta
niagn samanlagt 9000 milljónum punda
nunna en lieimsframleiðslan var fyrir
Myrjöldina.
Lftir að Vestur-Evrópurikin urðu að lúta
óxulveldunum, gátu þau ekki lengur flutt
lIt neitt af fiski. Það hafði sínar afleiðingar
1 Stóra-Bretlandi og Ameríku. Vegna hern-
•'ðaraðgerða, fólksfæðar og notkunar mikils
hluta fiskiflotans til hernaðar, varð Stóra-
Bretland og ýmiss önnur lönd að fá fisk-
meti frá sameinuðum þjóðum eða hlutlaus-
um. Kanada, íslandi, Nýfundnalandi og
Bandaríkjunum lánaðist að bæta að mestu
úr þeim fiskskorti, sem varð vegna fvrr-
nefnds ástands.
Fyrir styrjöldina söltuðu íslendingar
megnið af þorskfiskafla sínum. Eftir að
styrjöldin hófst og Bretar urðu að hætta
liskveiðum í norðaustur Atlantshafi fékk
Stófa-Bretland megnið af sínum ferskfiski
frá ísledingum. Megnið af fiskinum var
flutt út ísað, en jafnframt jókst stöðugt
magn það, sem flutt var út hraðfrvst. ís-
land er í raun réttri orðið einn stærsti
hraðfrystsfisks útflytjandi heimsins og sem
slendur er aðeins sára lítill liluti aflans
saltaður.
Fyrstu ár slvrjaldarinnar var fiskfram-
leiðsla Nýfundlendinga ekki sem skyldi
vegna fólksfæðar. Þeir héldu þó áfram að
flytja út mikið af frystum og söltuðum
fiski. Ivanada og Bandaríkin fengu einnig
að kenna á fólkseklunni og einnig skorti
þau báta og' ýmsar útgerðarnauðsynjar cn
þrátt fyrir það jókst fiskútflutningur þess-
ara landa, en það varð á kostnað þess fólks,
er notaði niðursoðið fiskmeti. í báðuin ])ess-
um löndum var tekinn i notkun útbúnaður,
sem sparaði vinnuafl og jafnframt jók
einnig hið beinlausa hráefni í hlutfalli við
úrganginn.
Vestur-Indíum reyndist erfitt að fá nægi-
legt af fiski, einkum söltuðum fiski. Skort-
ur á flutningaskipum og hin feikilega fisk-
neyzla hlutlausu landanna, Portugals og
Spánar, áttu sinn ])átt í því. Þeim tókst þó
að fá nokkurn hluta þess fiskmagns, er þær
höfðu áður notað með því að kaupa aðrar
fisktegundir en áður og snúa sér til nýrra
viðskiptalanda.
Meðan á styrjöldinni stóð voru gerðar
umbætur á verkun ýmiss konar salt- og
þurrfisks, einkum að því er snerti gæði
vörunnar og bragð. Flest þau lönd, sem
framleiða saltfisk, hafa komið á hjá sér
skipulögðu eftirliti með framleiðslunni og