Ægir - 01.03.1947, Page 3
Æ G I R
MANAÐARRIT FISKIFELAGS ISLANDS
Hver ber ábyrgá á, að ekki er hafizt handa?
Eins og kunnugt er hatt Alþingi ríkis-
sJóði þann bagga rétt fyrir áramótin, að
taka ábyrgð á svo að segja allri litflutn-
mgsvöru bátaútvegsins á vertiðinni. Deildar
v°ru meiningar manna þá urn, hvort með
því
væri farið inn á \i6unanlega braut til
l)ess að tryggja rekstur bátaútvegsins á
yfirstandandi vertíð. Ýmislegt virðist
ðenda til þess, að meiningarmunur þessi
eigi eftir að aukast og betur eigi eftir að
''Onia í Ijós, að hér var í fljótfærni valinn
kostur, að minnsta kosti hvað við kemur
saltfískábyrgðinni, sem ekki mun gefast
;,ð sama skapi og ýinsir munu liafa ætlað í
öndverðu.
t»að, sem Alþingi afræður að gera á
Rokkrum eyktum, er í stuttu máli þetta:
Eiskverðið skal hækka um 30% og rikis-
sjóður skal taka ábyrgð á saltfiskverði, er
"einur kr. 2.25 pr. kg fob og freðfisksverði
!'r- 1.33 pr. lbs. fob., þó fari ekki ábyrgðin
fram úr kr. 0.35 pr. lbs. á fréðfiskinum.
f‘etta er gert án þess að nokkur uggi hafi
'erið seldur fyrirfram og án þess að vitað
Sc> iivaða verð kunni að fást fvrir þær vör-
Ur> sem tekin er ábyrgð á.
f-g veit ekki, hvort almenningur hefur
gert sér ljóst, hversu afdrifarík þessi
akvörðun AJþingis getur reynzt, en hitt
l'ykir mér sýnt, að sjaldan hafi löggjafa-
samkoma íslendinga afgreitt jafn stórvægi-
legt mál með jafn ótraust undir fótum og
að þessu sinni.
Evað mundir þú gera, bátseigandi, ef
skipverjarnir kæmu lil þín einn góðan
veðurdag og segðu: „Við skulum róa og við
skulum reyna að afla, en við viljum eiga
allt á þurru. Við viljum fá fast kaup og við
viljuin að það hækki um 30% frá því sem
verið hefur. Við viljum jafnframt að sett sé
trygging fyrir því, að það verði greitt.“
Myndir þú þegar bregða á það ráð, að
taka þessu fcoði, án þess að hafa hugmynd
um, við hvaða verði þú gætir selt fram-
leiðslu þina?
En það er einmitt þetta, sem Alþingi
gerði með samþykkt ábyrgðarlaganna.
Hinu tjáir ekki að mæla í gegn, að út-
gerðin þurfti að fá hækkað afurðaverð
eða framleiðslukostnaðinn lækkaðan eða
bvorttveggja. Eins og horfði, þegar ábyrgð-
arfrumvárpið var samþykkt, átti tvímæla-
laust að gera alvarlega tilraun til að vega
að dýrtiðardraugnum, og það er mín skoð-
un, að eins og þá var allt í pottinn búið,
hefði verið aðstaða til að fá nokkru um
þokað í þeim efnum, þrátt fyrir stjórnar-
kreppuna. En Alþingi kaus ekki að gera
tilraun til að koma framleiðsluhag lands-
manna í heilbrigðara horf, heldur kreisti
það úr sér hálmstrái, sem segja má að allt
lafi á um stundarsakir. — Flokksóttinn við
kjósendurna lætur ekki að sér hæða, enda
má segja, að hann sé fóturinn undir mörgu
graftarkýlinu, sem nú þjáir þjóðarbúkinn.
En hvers vegna var réttur tími til að gera
atlögu að hinum háa framleiðslukostnaði
um síðustu áramót?