Ægir - 01.03.1947, Síða 8
70
Æ G I R
i'járöflunar á annarra mið, ef af nógu sé að
faka? Ef markaðir standa siopnir, skapast
eftirspurn, sem færir líf i fiskveiðarnar.
Við það slitna stofnarnir og þróunin stöðv-
ast ekki fvrr en veiðarnar bera sig ekki
lengur. I’jóðin, sem býr við fiskimiðin,
slendur þá eftir við rýran kost og litlar
vonir um framtíðina vegna fjáraflastarf-
semi framandi manna, en fjáraflaþjóðin
verður að borfa upp á að sjóðirnir, sem
bún dró saman, liverfi eins og dögg fyrir
sólu til framfærslu álitlegs hóps atvinnu-
leysingja. Þessi þróun er að sjálfsögðu jafn
hugsanleg þar sem um er að ræða fiskveið-
ar þær, sem greinir í 3. flokki, en hér eru
vítin verri, þar sem orsök bölsins er síður
réttlætanleg.
Því hefur verið haldið fram, að þjóðum,
sem þurfa að halda úti stórum herskipa-
flotuin, sé nauðsynlegt að stunda fiskveiðar
af kappi og sækja til fjarlægra hafa sjó-
mannastéttinni til þjálfunar. Mætti virðast, að
þetta sjónarmið færi að verða úrelt, þar sem
allt virðist benda til að herskipafloti skipi
æ síðri sess í styrjöld, er stundir líða fram.
Þá hefur heyrzt, að bráefnaþörf þéttbýlla,
nýlendulausra landa réttlættu fiskveiða-
sókn til framandi hafsvæða. Ef til vill sýnir
sú staðhæfing okkur bezt innsta eðli þess,
sem raunverulega er að gerast. Því sú þjóð,
sem verður að þola fiskveiðar annari-a i
heimahöfum sínum, býr raunverulega við
sama kost og nýlenda, að því leyti að liún
er rænd tekjulindum. Á hinn bóginn fer
Inin á mis við þau fáu hlunnindi, sem ný-
lenduþjóðinni falla í skaut. Henni opnast
t. d. ekki markaðir fyrir afurðir sínar,
heldur öfugt. Einmitt þeir markaðir, sem
liún gæti, aðstöðu sinnar vegna, byggt fram-
tíð sína á, ef allt væri í lagi, lokast henni,
af því að annarra manna hendur fylla þá
með hráefnum hennar. — Hráefnamótbáran
á sér tæplega tilverurétt. Enda er tæplega
hægt að liugsa sér óhagfelldari skiptingu
hráefna en t. d. þá, að suðræn þjóð geri út
fiskveiðaleiðangur til norðlægra hafa til
þess að berjast við frost og kafaldsbylji í
þeim tilgangi að veiða þorsk, en þjóðir
norður við heimskautsbaug komi sér upp
gróðurhúsum til ræktúnar suðrænna aldina.
Það verður að líta svo á, að sú tegund
fiskveiða, sem talin er í 4. flokki, sé sízt
réttlætanleg allra fiskveiða. Þó kann þessi
regla, eins og allar aðrar, að eiga sér und-
antekningar. Hugsanlegt er til dæmis það,
að einhver þjóð liafi engar teljandi auð-
lindir, af neinu tagi, ekki einu sinni í sjón-
mn, sér til lífsframdráttar. Ef slík þjóð hef-
ur ekki bolmagn til þess að leggja undir sig
nýlendu, en kann að fiska, niundi henni
i’erða liendi næst að sækja til fanga, til
fjáröflunar, vegna frumstæðustu lífsnauð-
synja, á mið annarra þjóða. Þannig er nu
ástatt með Færeyjar, svo ég nefni nafn, og
þannig getur farið liverri þjóð, sem er að
mestu leyti háð fiskveiðum, þangað til við-
urkenndar fást viðunandi allsherjar reglur
á þessu sviði í viðskiptum og sambúð þjóð-
anna.
Ef nú verður dregið saman, í sem fæst-
um orðum, það, sem að framan hefur verið
sagt, komumst við að þessari niðurstöðu:
I. Fiskveiðar i lieimsliöfunum eiga á ser
mismunandi háan rétt, eftir því, hvers
eðlis þær eru.
1. Sjálfsagðastar og eðlilegastar eru
fiskveiðar í heimahöfum til eigm
nota aflans.
2. Fiskveiðar í heimahöfum til útflutn-
ings aflans eru rétthærri en aðrar
fiskveiðar (nema 1., sem þær koma
aldrei, af eðlilegum ástæðum, til þess
að keppa við). Þetta byggist á því, að
a) Auðæfi sjávar eru landfræðilega
séð hluti af auðlindum nsesta
lands.
b) Framtíð og velsæld landsins kann
að vera komin undir þessum
auðæfum, og landið aðeins nieð
góðu móti byggilegt af því, °8
og meðan að þeirra nýtur við.
c) Hér er um að ræða baganlegustu
skiptingu þeirra bráefna, sem 1
sjónum eru, og tryggingu fyr11
beztu nytjum þeirra. Síður ei
hætta á, að þjóð arðræni sín fiski-