Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1947, Blaðsíða 19

Ægir - 01.03.1947, Blaðsíða 19
Æ G I R 81 Fiskiáj uver ríkisins. Um mánaðamótin febrúar og marz tók fiskiðjuver ríkisins í Reykjavík til starfa að nokkru leyti. Hús fiskiðjuversins er mjög stórt: 107 m á lengd, grunnmál 1863 fermetrar og lúmmál 18 þús. teningsmetrar. í bygging- únni er hraðfrystistöð, niðursuðuverk- smiðja, fisksölumiðstöð fyrir bæinn og ís- framleiðslustöð. í hraðfrystistöðinni verður til að byrja með hægt að fyrsta 30 smálestir af flökuni á 15 klst, en með þeim vélakosti, sem síðar austurströndina) í „centrifugal“-verk- smiðjur, og auka þar með bæði magn og gæði lýsisins. Hvert viðbótartonn af lýsi segir Zaitsev að muni spara 10 þúsund rúblur (sennilega í erlendum gjaldeyri). Ekki liggja fyrir gögn, er sýna hve hval- Jýsisframleiðsla Sovétríkjanna er mikil. En þann 24. nóv. s. 1. var skýrt frá því i „Mos- cow Nevs“, að hvallýsisframleiðslan væri þá komin 1000 tonn fram úr framleiðsl- unni á sama tíma í fyrra. Hvergi er minnst á síldarverksmiðjur eða síldarlýsi í skrifum um sjávarútveg- inn, og mun lítið eða ekkert vera um síld- arverksmiðjur i Sovétríkjunum. Sú spurning kynni að vakna, hvort þessi aukning þljóti ekki að hafa áhrif á fisk- kaup Sovétrikjanna erlendis frá. En ekki ei' það líklegt, þess er að gæta, að fyrir stríð var fiskframleiðslan aðeins um 8 kg á ári á mann i landinu, og að þrátt fyrir manntjón Sovétríkjanna í slríðinu, hefur landsmönnum fjölgað síðan þá, (m. a. "vegna landaukningar), og mun hafa fjölgað enn meir árið 1950. Auk þess má benda á, að aðalaukning framleiðslunnar verður við austurströndina, og að vafalaust verður nokkur hluti þeirrar framleiðslu Huttur út. Arið 1950 verður því næstum því sama fiskmagn á hvern neytanda og fyrir strið. er gert ráð fyrir að auka við, verður allt að því hægt að tvöfalda þesSi afköst. Pressurnar eru 4 og eru þær tveggja þrepa, þannig að hægt er að hraðfrysta með þeim við h- 40° til -í- 45° á Celcius. Hver pressa er knúin með 140 ha rafmagnsmótor. Vélunum er þannig fyrir komið, að hægt er að nota hverja af hinum fjórum pressum, livort sem er til hraðfrystingar, ísfram- leiðslu eða til að kæla geymslurnar. Er í þessu fólgið aukið rekstraröryggi fyrir frystistöðina. Frystitækin eru plötutæki fyrir direkte expansion, sem eru helmingi stærri en þau, sem áður hafa verið notuð hér á landi. 'lækin eru búin oliulyftu með dælu og mótor. Frystigeymslan rúmar 1500—1600 smál. ísframleiðsla verður um 45 smál. á sólar hring og rúmar ísgeymslan um 200 smál. Bandakerfi er komið fyrir í hraðfrysti- stöð iðjuversins. Fiskurinn er fluttur i lyftu úr móttökusal í flökunarsal. Gert er ráð fyrir, að hægt verði að sjóða niður 25 þús. dósir á 8 klst. i niðursuðu- verksmiðjunni, þegar allar vélar eru fengn- ar. Ketillinn er olíukyntur með þeim full- komnustu sjálfvirku „kontrol“-tækjum, sem þekkjast. Hann getur eimað um 3500 pund á klst. Forsjóðari og hreinsunarborð er sraíðað af Vélsmiðjunni Héðni og er gerð þeirra byggð á árangri tilrauna, er dr. Ja- kob Sigurðsson gerði síðastl. ár á vegum Fiskimálanefndar. Þá er lokunarvél, sem getur lokað 60 dósum á minútu, og fleiri vélar, sem geta unnið með svipuðum hraða, koma frá Bandríkjunum. Önnur hægvirk- ari Iokunarvél er þarna, sejn jafnframt sýgur loftið úr dósunum áður en þeim er Iokað. Þvottavélar eru sjö. í verksmiðjunni verða sérstakar vélar til síldarniðursuðu. Fisksölumiðstöð sú, sem bærinn hefur í bvggingunni, er 270 fermetrar að stærð, þar af er kæligeymsla urn 100 ferm. Stjórn fiskiðjuvers ríkisins skipa þeir l’orleifur Jónsson, Pálmi Loftsson og Lúðvík Jósefsson. Framkvæmdarstjóri er dr. Jakob Sigurðsson.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.