Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.1947, Blaðsíða 26

Ægir - 01.07.1947, Blaðsíða 26
208 Æ G I R 1. verðlaun. lllið móli sudri. Dvalarheimili aldraðra sjómanna. Eins og landsmönnuin cr kunnugf, hefur eitt af höfuðviðfangsefnuin sjómannadags- ins heinzt að því, að koma nj)j» heimili fyrir aldraða sjómenn. Hugmynd þessari hefur hvarvetna verið vel lekið og er nú svo kom- ið, að safnazt hefur til þessara fram- kvæmda um l iOO þús. kr. i frjálsum fram- iögum. Fé þetta hefur safnazt með ýmsu móti. Nálega allur hagnaður af hátiðahöldum sjómannadagsins i Reykjavík liefur undan- farin 10 ár verið tátinn renna í dvalar- heimilissjóðinn. Fjölmargir einstaklingar hafa gefið smærri og slærri fjárhæðir í sjóð þenna. Margar eru hinar stærri gjafir gefn- ar til minningar um nafngreinda látna sjó- menh. Flestir eru þessar minningargjafir lengdar nafni hinna látnu sjómanna á J)á lund, að vistherhergi í dvalarheimilinu bera nafn þeirra eða' einhvers ]>ess staðar, sem jteir dvöldust á, oftasl fæðingar- og æsku- staða. Jafnan fylgja þær kvaðir þessum her- hergjagjöfum, að menn frá ákveðnum svæð- um á landinu hafi þar forgangsrétt til vistar. Nú i sumar liefur verið haldin dýrasýn- ing i Örfirisey til ágóða fvrir dvalarheim- ilissjóðinn. Hefur sýning |>essi verið vel sótl, þrátt fyrir eindæma rysjótt tiðarfar. Má vænta þess, að lalsverður hagnaður verði af sýningu Jjessari. Ýmsir hafa verið að hnýta í þessa sýningu, en slikl er ástæðu- laust, ekki sízl þegar hafl er í huga í hvaða augnamiði er lil hennar stofnað. Þeir, sem lagt hafa á sig mikið og lornfúst starf í sam- hándi við sýninguna, eiga allt annað skilið en hnjóðsyrði og van|)akklæli. Stjórn Sjómannaráðsins skipa: Henrv Hálfdánarson formaður, Bjarni Stefánsson gjaldkeri og Jón Halldórsson í Hafnarfirði ritari. l»eim, sem heilt hai’a sér fyrir luig- myndinni um dvalarheimil aldraðra sjó- manna, er mjög í mun að fá hagkvæmt og nægilega stórt landrými fyrir heimih hinna öldruðu sjómanna. Fram til Jjessa hefur hugur þeirra einkum dvalið við Laugarnes, og er slíkl ekki að furða, ]>vi að sá staður hefur margt til sins ágætis fyrir dvalarheimilið. En ekki hefur enn fengizt loforð fyrir þessuin slað hjá við-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.