Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.1947, Blaðsíða 8

Ægir - 01.07.1947, Blaðsíða 8
Æ G I R 1<1() Iljöni Benediktsson nélselj- ari i Gutenberg.Hann he/tir scll bladið i nokkur ár og gerir enn. — Björn lie/ur slarfad 37 ár i Gulenberg og cr þvi ncestum jafn gamall þar og .Kgir. i eigu i'élagsins, annaðist Matthias ritstjórn þess. Af sögu þeirri, sein hér hefur verið rakin um upphaf ritsins, má glögglega marka, að eigi hefur Matthiasi gengið annað til i bar- áttu sinni fvrir að koma ritinu á stofn og halda þvi liti en einber áhugi fyrir að fræða landsinenn um þau mál, er snerta sjávar- útveginn. Honum duldist ekki, að sú starf- semi gat haft veigimikil áhrif fyrir fram- þróun íslenzkrar útgerðar. Hann hafði kynnt sér, hversu þessu var háttað í ná- grannalöndum okkar og hann vildi ekki ís- lendinga síðri í þessum efnum. Vafasamt er, að margir íslendingar hafi verið betur til þess fallnir að taka að sér stjórn slíks rits, þegar Ægir hóf göngu sina. Matthías var um þær mundir óefað ritfærasti maður í isl. sjómannastétt, hann hafði, vegna ferða- laga sinna á varðskipunum, óvenju góða aðstöðu til að fylgjast með sjávariitvegi landsmanna og hann hafði gert sér far um að kynnast þeim breytingum, sem voru að verða i útgerð annarra þjóða. Um ritstjórn Matthíasar er það að segja, að hún reyndist svo sem menn gerðu sér vonir um. Þólt Matthías hefði aldrei koinið nærri ísl. sjáv- arútvegi að öðru en því, að hefja útgáfu Ægis og stjórna honuin fyrstu sex árin, mundi lians ætíð við getið í fiskveiðasögu Jandsmanna. Kn þvi fer viðs fjarri, að liann hafi sinnt Ægi einum, þvi að enginn ís- lendingur hefur ritað meira um fiskveiða- mál en hann, bæði á íslenzku og erlend mál. Hann hefur einnig gefið út fiskveiðirit á ensku og dönsku. (North Atlantic fisheries vearbook og Nordisk Havfiskeri Tidskrift.) Þótt Matthías sé orðinn hálfáttræður og hafi i tugi ára dvalizt erlendis, er áhugi hans fyrir islenzkum sjávarútvegsmálum jafn brenn- andi og fyrr. Er ritlingur sá, um landhelgis- mál íslendinga, sem hann sendi frá sér sið- astl. ár, glöggur vottur þess. Með hyrjun árs 1914 tók Sveinbjörn Eg- ilson við ritstjórn Ægis og hafði hana á hendi i 23 ár. Sveinbjörn var ágætlega rit- fær og hafði meiri revnslu sem farmaður en nokkur annar íslendingur. Þegar hann tók við ritinu, skipti það nokkuð um svip, því að hann hafði meiri áhuga á að rita um far- mennsku og slysavarnamál en fiskveiðar. Sá, er þetta ritar, hefur senn haft ritstjórn hlaðsins á hendi í 10 ár. Er það fátitt hér á landi, að rit, sem náð liefur slikum aldri sem Ægir, skuli hafa notið jafn fárra lostra og liann. Enn fátiðara mun það teljast, að hann skuli alla tíð hafa verið prentaður í sömu prentsmiðju.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.