Ægir - 15.06.1971, Side 19
ÆGIR
149
Ársfundur alþjóðanefndar um fiskveiðar
á Norðvestur-Atlantshafi 1971
1.Inngangur:
Dagana 27. maí til 5. júní 1971 var hald-
inn í Halifax (Kanada) tuttugasti og
fyrsti ársfundur International Commis-
sion for the Northwest Atlantic Fisheries
(ICNAF).
Mættir voru fulltrúar frá öllum aðild-
arríkjunum. Þess má einnig geta, að Jap-
anir gerðust fyrir skömmu meðlimir í ráð-
inu og sátu þeir einnig fundinn. Fulltrúi
íslands var Jón Jónsson, forstj. Hafrann-
sóknastofnunarinnar.
ICNAF er stofnun sú, er hefur afskipti
af veiðum og fiskstofnum í norðvestan-
verðu Atlantshafi. Umdæmi hennar eru
niiðuð við V.-Grænland og A.-strönd N.-
Ameríku suður að 39° n. br. Austur-mörk-
in eru 42° v.l.
fslendingar hafa tekið þátt í störfum
þessarar stofnunar frá upphafi. Eins og
kunnugt er, var sókn okkar á svæðið all-
naikil um nokkurt skeið, svo og afli. Und-
anfarin ár hefur sókn og afli minnkað mik-
ið og var s.l. ár lítill sem enginn.
2. Veiðin 1970 og ástand fiskstofnanna
á svæðinu.
Heildarveiðin á svæðinu nam 3.1 milljón
tonna árið 1970 og er hér um að ræða um
0-4 milljón tonnum minni afla en 1969.
Undanfarin ár hefur heildaraflinn aukizt
ár frá ári og er þetta í fyrsta skipti sem
hann minnkar. Afli minnkaði af öllum
helztu tegundunum: þorski, karfa, síld,
ýsu og flatfiskum, en á undanförnum ára-
fug hafa ofangreindar tegundir verið yfir
90% af heildaraflanum.
Sérfræðingar telja, að þótt eitthvað af
þessari minnkun megi kenna minni sókn
°g óhagstæðu umhverfi, þá sé meginor-
sökin sú, að þessir stofnar séu ofnýttir,
þ. e. sóknin sé meiri en það, sem þarf til
þess að gefa hámarksarð.
Selveiðin minnkaði í 300 þús. dýr árið
1970, miðað við 400 þús. árið 1969. Talið
er að hér sé um að kenna meiri veiði en
stofninn þolir.
Þorskveiðin minnkaði að nokkru vegna
minni sóknar á svæði 1 (Vestur-Grænland)
og að nokkru leyti einnig á svæði 2 (Labra-
dor) og svæði 3 (Nýfundnalandsmið). Vís-
indamenn telja mjög æskilegt, að sem
fyrst verði dregið úr sókn í þorskstofn-
ana á þessu svæði.
Þorskveiðin við Vestur-Grænland varð
112 þús. tonn árið 1970 og er það fjórð-
ungur þess sem hún var árið 1962 og eins
hefur hlutur þorsksins í heildarveiðinni
minnkað. Aðalorsakir hinnar minnkandi
þorskveiði eru taldar vera: 1. mjög mikill
ís, sem mikið dró úr möguleikum til veiða
á tímabilinu frá marz til ágúst; 2. tiltölu-
lega léleg hrygning undanfarin ár og 3.
minni sókn.
Þess má geta, að rækjuveiðar hafa mjög
aukizt við Vestur-Grænland og nam heild-
araflinn af rækju 8.600 tonnum árið 1970.
Eins og getið hefur verið, var árið 1970
mjög erfitt ísár við Vestur-Grænland og
náði ísinn um þremur breiddargráðum
norðar en venjulega í marz.
Hitastig sjávar var óvenju lágt við V.-
Grænland. I vesturhalla Fyllubanka var
hiti undir núll gráðum í september og ber
þetta ásamt lágri seltu vott um óvenju-
mikið rennsli pólsjávar og eru þetta talin
alvarleg tíðindi, að því er snertir hrygn-
ingu þorsks á svæðinu.
Við norðanvert Vestur-Grænland voru
árgangarnir frá 1965 og 1966 mest áber-
andi, en þeir eru taldir af miðlungsstærð