Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.10.1971, Qupperneq 14

Ægir - 01.10.1971, Qupperneq 14
268 ÆGIR nokkru ráði í Faxaflóa, utanverðum Breiðafirði og á sunnanverðum Vestfjörð- um. Lega ísbrúnarinnar og hitastig sjávar Úti fyrir vestanverðu Norðurlandi og Vestfjörðum var rekís nær landi en venju- legt má teljast á þessum árstíma og varð af þeim sökum ekki komizt eins langt norður og æskilegt hefði verið. Suðurmörk aðalíssins voru þó allmiklu norðar en sýnt er á 1. mynd. Hitastig sjávar á 50 metra dýpi er sýnt á 2. mynd, en á og ofan við það dýpi var aðalmagn fiskseiðanna. Þar sem upphitunar frá sólu gætir orð- ið hverfandi niðri á 50 metra dýpi gefur' 2. mynd allgóða hugmynd um ástand sjávar á svæðinu. Djúpt úti fyrir Norður- og Norðausturlandi sjást suðurmörk hins kalda Austur-Islandsstraums, en grynnra gætir verulega atlantiskra áhrifa að vest- an og er sjór þar því hlýrri. Vestar, yfir grænlenzka landgrunninu, sjást suður- mörk pólsjávarins, sem þar myndar Aust- ur-Grænlandsstrauminn. Suðaustan Is- lands fylgja hitaskilin nokkurn veginn Islands-Færeyja hryggnum og tunga af hlýjum sjó teygir sig norður á bóginn um 11° v.l. að venju. Þorskur Þorskseiði reyndust allútbreidd og varð vart við þau yfir íslenzka landgrunninu frá Dyrhólaey vestur- og norður um að Mel- rakkasléttu (3. mynd). Svo virtist sem þorskseiðin væri aðallega að finna innan 200 m jafndýpislínunnar, nema vestur af landinu, þar sem þau voru einnig á dýpra 2. MYND 2. mynd. Hitastig sjávar á 50 m dýpi í júlí-ágúst 1971.

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.